Ekið var á gangandi vegfaranda í hverfi 104 í gærkvöld. Um minniháttar meiðsli var að ræða en ökumaður ók á brott.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Talsverður erill var hjá lögregu í nótt og voru um 80 mál skráð og átta manns gistu fangageymslur.
Maður í mjög annarlegu ástandi handtekinn á veitingastað í hverfi 101 þar sem hann var að áreita starfsfólk, var maðurinn vistaður í fangaklefa.
Maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn á veitingastað í hverfi 101 þar sem hann var að áreita starfsfólk, maðurinn vistaður í fangaklefa.
Ofurölvi maður féll á höfuðið fyrir utan skemmtistað í hverfi 101, maðurinn fékk skurð á höfuðið við fallið og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Tveir menn voru handteknir í hverfi 105 þar sem þeir voru að brjótast inn í bifreiðar í hverfinu. Mennirnir vistaðir í fangaklefa.
Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi sem var til vandræða fyrir utan hótel í hverfi 220, í ljós kom að maðurinn var eftirlýstur og var hann því handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Maður féll á andlitið í hverfi 110 og var blóðugur eftir, hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Ungur ökumaður stöðvaður í hverfi 110 en drengurinn hafi ekki náð aldri til að öðlast ökuréttindi. Of margir farþegar voru í bílnum þar sem hann hafi tekið vini sína með á rúntinn. Einnig virtist hann ekki alveg kunna á bílinn þar sem hann var ekki með ökuljósin kveikt. Málið var afgreitt með aðkomu foreldra drengjana ásamt því að tilkynning verður send til barnaverndar.