fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Elliði skrifar um Samherjamálið og segir fólki að róa sig – Mútuþægni í Namibíu segi ekkert um íslenskan veruleika

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. nóvember 2019 16:31

Elliði Vignisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi og Sjálfstæðismaður, fer yfir Samherjamálið á vefsvæði sínu og segir að reiðin hafi náð tökin á vinstri mönnum í umræðunni. Segir Elliði að mútuþægni í Namibíu segir ekkert um íslenskan veruleika.

Elliði segir í upphafi greinar sinnar:

„Í fjölmiðlum í dag segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, að Samherjaskjölin sýni að sjávarútvegsfyrirtækin hafi of sterk tök á bæjarfélögum.  Að þau séu með hreðjatak á þeim (sjá hér).  Með því eru líkur leiddar að því að bæjarfulltrúar og bæjarstjórar séu undir hælnum á fyrirtækjunum.  Þetta er í mínum huga verulega undarlegt viðhorf til sjávarbyggða og til marks um að vonskan sé að ná yfirhönd í umræðunni.“

Elliði bendir síðan á að hann hafi sem sveitarstjórnarmaður lent í átökum við Samherja og fleiri útgerðarfélög en þau átök hafi verið á faglegum grunni. Fólk sé hins vegar að draga rangar og of sterkar ályktanir af afhjúpun Kveiks og Stundarinnar á mútugreiðslum Samherja í Namibiíu:

„Þáttur Kveiks um framkomu Íslendinga í Namibíu vakti manni því undrun.  Miðað við þau gögn sem lögð voru fram virðist margt benda til þess að þar hafi lög verið brotin. Allir eru sammála um að þetta mál þarf að rannsaka og eftir atvikum að dæma í því.  Vísbending um að borið hafi verið fé á þingmenn sósíalista í Namibíu á hinsvegar minna en ekkert tengt við starfsemi í smábæjum á Íslandi.“

Ellliði heldur áfram og biður fólk um að láta reiðina ekki ná tökum á sér:

„Það er ekkert óeðlilegt að fólk verði reitt þegar vísbendingar vakna um slæma framkomu. En jafnvel þótt maður verði reiður, það fjúki í mann og maður verði snöggvondur þá má reiðin ekki taka völdin.  Hún má ekki verða að vonsku.  Eftir birtingu þáttar Kveiks þykir mér reiðin hafa náð tökum á  vinstrivæng stjórnmálanna hér á Íslandi.  Öll meðul virðast heimil í baráttunni fyrir „kerfisbreytingu“. Meint brot í Namibíu hikstalaust tengd við íslenska smábæi.

Svo slæm sem brot í Afríku kunna að hafa verið þá má illskan vegna þeirra hér á landi ekki verða til að valda þjóðinni -sem stendur utan við þetta allt- tjóni.  Reiðin má ekki verða að vonsku.  Jón Vídalín benti sennilega réttilega á eðli vonskunnar þegar hann sagði:  „Vonskan er frilla djöfulsins og eitt frjósamt kvikindi.  Ein vonska getur þúsund aðrar af sér og reiðin og heiftrækin er fósturmóðir þeirra allra.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skeljagrandabróðir sakfelldur fyrir fólskulega árás

Skeljagrandabróðir sakfelldur fyrir fólskulega árás
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“
Fréttir
Í gær

Sakar Carbfix um að gaslýsa almenning – „Þar erum við meðal annars að tala um blásýru“

Sakar Carbfix um að gaslýsa almenning – „Þar erum við meðal annars að tala um blásýru“
Fréttir
Í gær

Heimildin birtir fréttina sem byggist á leyniupptökunum: „Við getum aldrei talað um að hann sé að gera það fyrir vin sinn“

Heimildin birtir fréttina sem byggist á leyniupptökunum: „Við getum aldrei talað um að hann sé að gera það fyrir vin sinn“