fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
FréttirLeiðari

Aumasta yfirlýsing í heimi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 16. nóvember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sko, við vissum ekkert af öllu þessu rugli, maður. Við bara rekum okkar bisness og þessi dúddi gjörsamlega eyðilagði allt og kom okkur í massa klandur. Þannig að við rákum hann bara. En við vorum samt fyrst að frétta af þessu rugli núna.“

Sirka svona hefði yfirlýsing frá Samherja um ásakanir um mútuþægni, óteljandi leiðir til spillingar og nýlenduherraóþverraskap getað hljómað. Mér finnst þessi í raun betri. Setur stjarnfræðilega heimskulega yfirlýsingu í jafnt vitlaust form og hún í raun er.

Nánast frá örófi alda hafa íslenskir ráðamenn og peningamógúlar komist upp með að ljúga, svíkja, fremja glæpi og pretta. Þeir hafa beitt lymskulegri aðferð til að komast undan ábyrgð. Forðast að tala um málið, líkt og Þorsteinn Már Baldvinsson gerði þegar Kveikur innti hann eftir viðbrögðum fyrir utan höfuðstöðvar Sýnar, reyna að afvegaleiða umræðuna með dyggri aðstoð spunameistara, líkt og Samherji gerði með því að saka RÚV um árásir og loks skjóta sendiboðann, sem í þessu tilviki er uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja. Þetta þriggja punkta plan hefur virkað eins og í sögu. Ég meina, sjáið bara þá sem sitja á hinu háæruverðuga Alþingi Íslendinga í dag. Því er skiljanlegt að Samherji beiti þessari taktík. Hún hefur virkað svo ljómandi vel í sögulegu samhengi.

Það sem hins vegar er svo heimskulegt, er að gefa þjóðinni að vera svo illa gefin að hún kaupi það að í milljarðafyrirtæki eins og Samherja hafi einn millistjórnandi geta stofnað bankareikninga úti um allan heim, vílað og dílað við háttsetta menn, mútað þeim, forðað peningunum í skattaskjól og rústað einni helstu atvinnugrein eins lands í Suður-Afríku. Og enginn vissi neitt. Eða jú, þeir vissu eitthvað og þess vegna var Jóhannes látinn fara. Samherjamenn segjast samt ekkert hafa vitað um umfangið fyrr en nýlega. Og þeim er brugðið. Skiljanlega. Og þetta eigum við að kaupa? Segðu mér annan.

Líklegast kemur að því, fyrr en síðar, að við eigum einnig að kaupa það að íslenskir ráðamenn hafi heldur ekkert vitað „fyrr en nýlega“. Við eigum að kaupa það að Samherjamenn, nú eða bara þessi eini starfsmaður (einmitt), hafi bara ákveðið að fara strax í Afríkuríkið Namibíu og spreyta sig á mútum og spillingu án nokkurrar fyrri reynslu í þeim bransa. Það getur þó varla verið að kvótakóngarnir hafi fengið að æfa sig aðeins á litla, gamla Íslandi áður en þeir héldu út í hinn stóra heim? Kokteilboð hér, fundur í einhverjum turni þar, nokkrar millur inn á bankareikning og kvótinn vís. Nei, það getur ekki verið.

Þorsteinn Már Baldvinsson hefur fengið að mála sig sem mikið fórnarlamb síðustu misseri og nú enn og aftur heyrum við kunnuglegan tón. Greyið karlinn. Mér sýnist sem Þorsteinn Már þurfi bara að fá sér einn bolla af mannasiðum, auðmýkt og samvisku. Hætta að hafa okkur að fíflum og eyða gæðatíma með sjálfum sér, hugsanlega á bak við lás og slá. Er það svo fáránlegt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands