fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Leitaði ráða hjá Samherja um hvernig ætti að blekkja kvóta út úr Grænlendingum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 07:55

Mynd: Auðunn Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sælir félagar. Þannig er mál með vexti að vinir okkar í Grænlandi, Henrik Leth, var að biðja mig að setja niður fyrir sig hvað þyrfti til í fjárfestingum, veiðum, vinnslu og hafnarmannvirkjum ef menn myndu vera setja upp fiskimjöls og uppsjávarverksmiðju í Ammasalik austurströnd Grænlands. Hann er ekki að hugsa um að setja neitt upp, heldur eru einhverjir heimamenn í Grænlandi með einhverja með sér í því að reyna ná kvótum og goodwill af stjórnvöldum með því að þykjast vera fara byggja upp á Austur Grænlandi“

Svon hljóðar tölvupóstur sem Gunnþór Ingvason, framkvæmdstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sendi stjórnendum hjá Samherja, þeim Aðalsteini Helgasyni, Jóhannesi Stefánssyni og manni sem var með netfangið siggi@samherji.is. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

„Eigið þið ekki tilbúna einhverja svona punkta þó svo að þeir eigi við um Afríku?“

Spyr Gunnþór Samherjamennina sem taka vel í beiðni hans.

„Það er kannski spurning um að taka frá Marokkó, hvað segirðu um það?“

Spurði Jóhannes í svari til Gunnþórs og beindi spurningunni til fyrrnefnds Sigga.

„Gunnþór, ertu að leitast eftir einvherju ýtarlegu eða bara í kynningarformi?“

Spurði Jóhannes Gunnþór síðan.

„Nei, bara punktum hvað þarf.“

Svaraði Gunnþór.

Fréttablaðið segir að tölvupósturinn, sem ber yfirskriftina „Að nema nýjar lendur“, hafi verið sendur þann 30. apríl 2014 og sé hluti þeirra skjala sem Wikileaks hefur birt. Hann er birtur orðrétt.

Blaðið segir að Aðalsteinn Helgason hafi verið einn af lykilstarfsmönnum Samherja í á þriðja áratug en hafi látið af störfum 2016 en það ár lét Jóhannes Stefánsson, sem ljóstraði upp um meinta mútustarfsemi Samherja í Namibíu, einnig af störfum. Henrik Leth, sem er nefndur í tölvupóstinum, er stjórnarformaður Polar Seafood sem er stærsta grænlenska fyrirtækið í einkaeigu.

Gunnþór vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið þegar leitað var eftir því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári