Fyrrverandi ritari og oddviti VG, Sóley Tómasdóttir setti inn færslu á Twitter fyrr í dag þar sem hún spurði út í Samherjamálið sem hefur vægast sagt verið áberandi eftir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar.
Sjá einnig: Þorsteinn Már sagður hafa gefið fyrirmæli um mútugreiðslur – Málið rannsakað sem spilling
Sjá einnig: Í hnotskurn – Hvað er Samherji sakaður um?
Í færslu Sóleyjar spurði hún hvernig „Samherjakallarnir“ kæmu fram við namibískar konur.
Nú höfum við séð umfjöllun um hvernig Samherjakarlarnir díluðu við namibísku valdakarlana. Er einhver sem þorir að hugsa þá hugsun til enda hvernig þeir hafa komið fram við namibískar konur? #kveikur
— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 13, 2019
Halldór Jörgensson svaraði færslu Sóleyjar með því að benda á myndasafn frá Wikileaks.
Þeir náðu amk nokkrum myndum af sér með þeim https://t.co/rGXC4eRkM7
— Halldór Jörgensson (@halldorj) November 13, 2019
Í myndasafni þessu má sjá starfsmenn Samherja ásamt berbrjósta namibískum konum sem virðast hafa verið teknar árið 2012. Myndirnar eru þónokkrar, en á þeim má sjá jakkafataklædda „Samherjakallana“ ásamt þessum namibísku konum.
Hér að neðan má sjá nokkrar af þessum myndum, en þær má allar sjá hér.