Þeir Sacky Shanghala, dómsmálaráðherra Namibíu, og Bernhardtt Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, sögðu af sér í dag vegna umfjöllunarinnar um tengsli þeirra við Samherja. Forseti Namibíu, Hage Geingob, hafði fyrr í dag sagst ætla að reka ráðherrana en þeir sögðu af sér áður en hann gat gert það.
BREAKING: Justice minister Sacky Shanghala and fisheries minister Bernhardt Esau have resigned from their Cabinet positions, amid a storm of an international fishing bribery scandal. President Hage Geingob had intended to fire the pair, but the two men have resigned immediately. pic.twitter.com/AI0ewkzbk8
— Namibian Sun (@namibiansun) November 13, 2019
Samherjamálið hefur vakið mikla athygli síðan umfjöllun Kveiks og Stundarinnar leit dagsins ljós í gærkvöldi. Í stuttu máli snýst málið um að Samherji hafi greitt embættismönnum og stjórnmálamönnum í Namibíu mörg hundruð milljónir króna í mútur til að komast yfir fiskveiðikvóta við strendur landsins. Samherji mun hafa veitt hestamakríl að verðmæti um 55 milljarða króna við strendur Namibíu. Samherji er einnig vændur um að hafa komið tekjunum af þessum veiðum í skattaskjól.
„Þetta er bara glæpastarfsemi, þetta er bara skipulögð glæpastarfsemi. Þeir eru að græða á auðlindum landsins, taka allan pening út úr landi til þess að fjárfesta annarstaðar, þá í Evrópu eða Bandaríkjunum,” segir Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja sem sjálfur viðurkennir að hafa framið lögbrot í starfi hjá fyrirtækinu. Kom þetta fram í þættinum Kveikur.