fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Kristinn boðar frekari afhjúpanir – „Ákaflega eymingjaleg skýring hjá Samherja sem stenst enga skoðun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 10:28

Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Seinni hluti gagnanna birtist eftir tvær til þrjár vikur samhliða umfjöllun arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera og mögulega kemur þar við sögu annar fjölmiðlanna sem hafa verið í þessu samstarfi. Í kjarnanum er verið að tala um sama hlutinn og í umfjölluninni sem birtist í gær, en það hefur hver sína áferð í  nálgun og Al Jazeera fer aðra leið að málinu sem ég held að verði mjög forvitnileg fyrir fólk að sjá. Þeir koma með aðra nálgun í framsetningu en ég ætla ekki að taka þetta frá þeim með því að opinbera það,“ segir Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks í viðtali við DV.

Al Jazeera er víðfræg alþjóðleg sjónvarpsstöð en að sögn Kristins eru það ekki fjárhæðirnar í Samherjamálinu í Namibíu sem vekja áhuga stöðvarinnar heldur hitt að hér sé um að ræða lykilsögu varðandi framgöngu vestrænna fyrirtækja í Afríku:

„Þarna er í fyrsta lagi komið mjög skarpt sýnidæmi um atferli af þessum toga. Í annan stað þá er þetta sjávarútvegsheimurinn þar sem Samherji hefur mjög sterka stöðu og er á meðal 30 stærstu fyrirtækja hvað veltu snertir í hefðbundnum sjávarútvegi, ef við lítum framhjá fiskeldi. Þessi geiri er mjög ógagnsær og ég þekki það sem blaðamaður að það er auðveldara að fá upplýsingar úr alþjóðlega áliðnaðinum en sjávarútveginum. Þarna kemur dæmi sem Al Jazeera hefur áhuga á því þeir láta sig málefni Afríkuríkja varða þar sem sjóræningjaveiðar hafa verið stundaðar um árabil.“

Aumingjalegar skýringar Samherja

Samherji birti yfirlýsingu í gær þar sem uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson var gerður ábyrgur fyrir mútugreiðslum Samherja í Namibíu og sagt að fyrirtækinu hefði ekki verið kunnugt um atferli hans þar fyrr en nýlega. Kristinn gefur lítið fyrir þessar skýringar:

„Þetta heldur engu vatni miðað við þá afhjúpun sem birtist í gögnunum og þeim viðbótargögnum sem blaðamenn hafa aflað sér og munu birtast. Í fyrsta lagi að skella skuldinni á mann sem hafði takmarkaða prókúru hjá fyrirtækinu og gögnin staðfesta að stærstu fjármálafærslunar voru samþykktar og jafnvel framkvæmdar af yfirstjórn fyrirtæksins. Í annan stað þá kemur fram hjá Kveiki og Stundinni að fjármálafærslur frá leynifélagi Samherja á Kýpur til leynireikningsins í Dubai ná allt fram á þetta ár en Jóhannes hætti störfum hjá Samherja árið 2016. Það er einkennilegt að reyna að halda því á lofti að uppljóstrarinn sé ábyrgur fyrir greiðslum sem eru að berast frá þessu félagi meira en tveimur árum eftir að hann lætur af störfum. Þá sjá menn í hendi sér að þetta er ákaflega eymingjaleg skýring hjá Samherja sem stenst enga skoðun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Össur segir að Kamala sigri – „Skýrar vísbendingar um að Harris sé á sigurbraut“

Össur segir að Kamala sigri – „Skýrar vísbendingar um að Harris sé á sigurbraut“
Fréttir
Í gær

Læknar fresta verkfalli og boða til nýs

Læknar fresta verkfalli og boða til nýs
Fréttir
Í gær

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hún óttaðist líka um líf sitt“

„Hún óttaðist líka um líf sitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu