fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Þorsteinn Már sagður hafa gefið fyrirmæli um mútugreiðslur – Málið rannsakað sem spilling

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 20:30

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er haldið fram að útgerðarfélagið Samherji hafi greitt mörg hundruð milljónir króna í mútugreiðslur til embættistmanna og stjórnmálamanna í Namibíu til að komast yfir fiskveiðikvóta á gjöfulum fiskimiðum við stendur þessa Afríkuríkis. Fjallað er um þetta í nýjasta tölublaði Stundarinnar. RÚV og Stundin búa yfir gögnum frá Wikileaks sem eiga að sanna þetta. Kemur jafnframt fram í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar að greiðslurnar hafi farið í gegnum aflandsfélög í eigu Samherja.

„Stofnun í Namibíu sem rannsakar spillingu, ACC (Anti Corruption Committee), er nú með málið inni á borði hjá sér til rannsóknar en mútugreiðslur til ráða- og stjórnmálamanna eru ólöglegar þar í landi rétt eins og á Íslandi. Efhahagsbrotadeild lögreglunnar í Namibíu er einnig að rannsaka málið,“ segir í grein Stundarinnar.

Þar er því einnig haldið fram að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi komið að skipulagningu mútugreiðslnanna og gefið fyrirmæli um þau. Múturnar eru sagðar vera dulbúnar sem ráðgjafargreiðslur.

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, er uppljóstrari fjölmiðlanna í þessari umfjöllun. Hann segist hafa annast þessar greiðslur á tímabili en Samherji vék honum frá störfum og sakaði hann um misferli eftir að yfirvöld í Namibiíu hófu rannsókn á greiðslunum.

Í grein Stundarinnar er Samherji sagður hafa veitt um 500 000 tonn af makríl við strendur Namibiíu að verðmæti yfir 50 milljarða íslenskra króna.

„Svona virkar bara Samherji,“ segir Jóhannes í viðtali við Kveik og segist hafa fengið þau fyrirmæli að gera það sem þyrfti til að komast yfir kvóta og fól það meðal annars í því að bera frá á ráðamenn. Meðal annars var borið fé á sjávarútvegsráðherra Namibíu, að sögn Jóhannesar. Sem fyrr segir eru mútgreiðslur sagðar hafa verið dulbúnar sem ráðgjafargreiðslur.

„Ég gerði ekkert án hans aðkomu,“ sagði Jóhannes við Kveik er hann var spurður hvort hann hafi annast mútugreiðslur í samráði við Þorstein Má. Stundin hefur þetta eftir Jóhannesi um vinnubrögð Samherja: „Samherji svífst einskis við að komast í auðlindir þjóða með blekkingum og loforðum sem að þeir svíkja, með því markmiði að ná sem mestu út úr auðlindinni. Þeir hika ekki við að múta og brjóta lög til að taka sem mestan hagnað út úr landinu og skilja ekkert eftir, nema sviðna jörð og fjármuni í vösum spilltra aðila.“

Jóhannes lýsir Namibíu sem mjög arðrændu landi í viðtali við Kveik. Kvótarnir til Samherja séu gott dæmi um hvernig arður af auðlindum streymi úr landi á meðan alþýða landsins búi við ömurlegan húsakost og atvinnuleysi hjá ungu fólki sé 44%. Hann spyr hvernig forsvarsmenn Samherja geti sofið á nóttunni og sjálfur segir hann að framferði sitt fyrir hönd Samherja hafi valdið honum miklu hugarangri.

Mútugreiðslur eru ólöglegar bæði samkvæmt íslenskum og namibískum lögum. Í Namibíu geta viðurlög við þessu verið allt að fimm ára fangelsi.

Kveikur sat fyrir Þorsteini og reyndi árangurslaust að fá viðtal

Ekki fengust svör frá Þorsteini Má í umfjöllun Stundarinnar og RÚV en í yfirlýsingu sem Samherji sendi frá sér í gær kom fram að fyrirtækið hefur fengið lögfræðifyrirtæki til að gera rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu og muni forsvarsmenn fyrirtækisins ekki tjá sig um þessi mál fyrr en þeirri rannsókn sé lokið.  Kveikur reyndi margoft að fá viðtal við Þorstein Má vegna málsins en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti
Fréttir
Í gær

„Örvænting“ í Rússlandi vegna hruns rúblunnar

„Örvænting“ í Rússlandi vegna hruns rúblunnar
Fréttir
Í gær

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“
Fréttir
Í gær

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd