fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Þetta vitum við um bombuna í kvöld – Nýtt Wintris-mál á leiðinni?

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil eftirvænting er eftir nýjasta þætti Kveiks sem sýndur verður á RÚV í kvöld. Í auglýsingu fyrir þáttinn kemur fram að hulunni verði svipt af glæpum íslensks stórfyrirtækis.

Ekki eru allir klárir á því um hvað málið fjallar en allt bendir til þess að þátturinn mun fjalla um fyrirtækið Samherja. Fyrirtækið sendi fyrir nokkrum dögum tilkynningu þar sem þeir segjast hafa hafið rannsókn á starfsmanni Samherja í Afríku eftir að hann sakaði bæði núverandi og fyrrverandi stjórnendur fyrirtækisins um alvarlega glæpi.

Samherjamenn hafa reynt að verjast umfjölluninni, fyrirfram, áður en almenningur veit um hvað málið snýst. Það minnir talsvert á Wintris-málið og flestir vita hvernig það fór. Þorsteinn Már, forstjóri Samherja, ræddi við Fréttablaðið um málið en þar segist hann telja að RÚV hafa nálgast fyrirtækið á fölskum forsendum. „Við teljum jafnframt að RÚV sé ekki að sinna hlutleysisskyldu sinni,“ sagði Þorsteinn. Einnig sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu varðandi málið.

„Við höfum sérstaklega óskað eftir að fá að setjast niður með Ríkisútvarpinu og fara yfir upplýsingar sem við teljum skipta máli í tengslum við fyrirhugaða umfjöllun. Þeirri beiðni hefur jafnharðan verið hafnað og hefur Ríkisútvarpið aðeins talið sér fært að ræða við okkur fyrir framan myndavélar. Teljum við þær upplýsingar sem við búum yfir vera með þeim hætti að slíkt væri tillitslaust vegna hagsmuna þeirra einstaklinga sem málið varðar.“

Í umræðum á netinu hefur tilkynningu Samherja og ummælum Þorsteins verið líkt við það þegar Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs, birti pistil á Facebook síðu sinni í aðdraganda Wintris málsins. Þar ljóstraði hún upp um aðild sína að málinu til að vera á undan fjölmiðlunum, telja margir að það hafi verið gert svo hún gæti stýrt umræðunni.

Ein þeirra sem nefnir þetta er Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti. „Þetta minnir á skrítnar yfirlýsingar Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur í aðdraganda Kastljós þar sem eiginmaður hennar, Sigmundur Davíð var afhjúpaður. Þá tókst Önnu og Sigmundi ekki að afvegaleiða umræðuna,“ skrifar Gunnar Smári.

Í athugasemd við færsluna nefnir Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður, að það alvarlegast kunni að vera tengsl ráðherra við málið. „Það er ekki ólíklegt ef upp úr kafinu komi að fyrrum stjórnarmaður Samherja Kristján Þór Júlíusson sé flæktur í málin en hans störf í ráðuneytinu miða fyrst og fremst að því að greiða götu Samherja á meðan hann gefur ekkert fyrir byggðasjónarmið hvort sem það er í Grímsey Hofsósi eða Þingeyri,“ segir Sigurjón.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill