Því er haldið fram á vef Stundarinnar að útgerðarfélagið Samherji stundi stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Afríkuríkinu Namibíu, í því skyni að sölsa undir sig fiskveiðikvóta. Sagt er að félagið hafi meðal annars greitt háar fjárhæðir í mútur í gegnum aflandsfélög.
Múturnar eru sagðar nema yfir milljarð króna.
Nánari umfjöllun sem styður þessar ásakanir verður birt á Stundinni eftir kl. 20 í kvöld, sem og í fréttaskýringaþættinum Kveikur á RÚV.
Nánar verður greint frá málinu hér á vef DV á tíunda tímanum í kvöld.