fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Samherji sendir frá sér nýja yfirlýsingu vegna afhjúpana Kveiks og Stundarinnar – Skella skuldinni á Jóhannes

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 23:45

Samherji á Akureyri. Mynd: Auðunn Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það voru okkur mikil vonbrigði að komast að því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu, virðist hafa tekið þátt í gagnrýniverðum viðskiptaháttum og hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt,“ segir í nýrri yfirlýsingu á vefsíðu Samherja í tilefni af umfjöllun Kveiks á RÚV og Stundarinnar í kvöld þar sem því er haldið fram að Samherji hafi stundað hundruð milljóna króna mútur í Namibíu til að komast yfir fiskveiðikvóta.

Í yfirlýsingunni er allri ábyrgð á þeim gerningum sem dregnir eru fram í umfjölllunni varpað á Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmann Samherja, sem gerðist uppljóstrari fyrir fjölmiðlana í þessari afhjúpum.

Yfirlýsingin er eftirfarandi orðrétt:

Vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um starfsemi Samherja í Namibíu vill Samherji koma eftirfarandi á framfæri:

„Það voru okkur mikil vonbrigði að komast að því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu, virðist hafa tekið þátt í gagnrýniverðum viðskiptaháttum og hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, eftir þátt Ríkisútvarpsins þar sem margvíslegar ásakanir komu fram á hendur fyrirtækinu.

Jóhannesi Stefánssyni var sagt upp störfum á árinu 2016 eftir að hann misfór með fé og hegðaði sér með óforsvaranlegum hætti. Nú hefur hann viðurkennt að hafa tekið þátt í ólöglegri starfsemi á meðan hann stýrði dótturfélögum Samherja í Namibíu.

Þar til nýlega höfðum við enga vitneskju um umfang og eðli þeirra viðskiptahátta sem Jóhannes stundaði og óvíst er hvort þeir hafi verið raunverulega með þeim hætti sem hann lýsir. Eins og við höfum þegar greint frá höfum við ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að rannsaka starfsemina í Namibíu. Í þeirri rannsókn verður ekkert undanskilið og munum við upplýsa um niðurstöður hennar þegar þær liggja fyrir.

„Okkur er illa brugðið. Ekki einungis við það að Jóhannes staðhæfi að hann hafi tekið þátt í starfsemi af því tagi sem hann lýsir en ekki síður að hann skuli einnig beina ásökunum sínum að fyrrum samstarfsfólki sínu hjá Samherja. Þetta eru ekki vinnubrögð sem við könnumst við,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson.

Samherji hefur 35 ára farsæla viðskiptasögu víða um heim. Við höfum ávallt lagt okkur fram við um að starfa í samræmi við lög og reglur á hverjum stað. Samherji mun, hér eftir sem hingað til, starfa með hlutaðeigandi stjórnvöldum sem kunna að rannsaka umrædd viðskipti í namibískum sjávarútvegi. Ef slík rannsókn mun eiga sér stað hefur Samherji ekkert að fela.

Sjá einnig:

Þorsteinn Már sagður hafa gefið fyrirmæli um mútugreiðslur

Hörð viðbrögð við afhjúpunum Kveiks og Stundarinnar

Hvað er Samherji sakaður um?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“
Fréttir
Í gær

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti
Fréttir
Í gær

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum
Fréttir
Í gær

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum