fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Hörð viðbrögð við afhjúpunum Kveiks og Stundarinnar á mútugreiðslum Samherja – „Ógeðslegt!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 22:38

Kveikur sat fyrir Þorsteini og reyndi árangurslaust að fá viðtal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sér hlutverk þolanda í íslensku samfélagi. Hann hefur kvartað undan „árásum“ eftirlitsaðila og reynt að fá þá í fangelsi. Í ljós er komið að Samherji stendur fyrir stórfelldum mútugreiðslum til að ná undir sig fiskveiðikvóta,“ segir í leiðara Stundarinnar í kvöld, en tilefnið er umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í kvöld þar sem staðhæft er að Samherji hafi greitt stjórnmálamönnum og embættistmönnum hundruð milljóna króna í mútur til að fá úthlutaða fiskveiðikvóta við Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er sagður hafa fyrirskipað þessar greiðslur.

Sighvatur Björgvinsson, sem var sjávarútvegsráðherra á þeim tíma sem Íslendingar hófu þróunaraðstoð og sjávarútvegsráðgjöf í Namibíu, segist ekki vita hvort meint brot Samherja séu fyrnd en mútugreiðslur eru sagðar hafa byrjað árið 2012. Kom þetta fram í kvöldfréttum RÚV. Sighvatur kvaðst vona að þjóðin héldi umfjöllun um málið lifandi, það hefði áhrif á stjórnmálamenn.

Drífa Snædal, formaður ASÍ, skrifar um Samherjamálið á Facebook-síðu sína í kvöld:

„Myndin sem Kveikur og Stundin teikna upp er af heimsvaldasinnuðum, gráðugum arðræningjum sem einskis svífast. Körlum sem þykjast samfélagslega ábyrgir hér á landi en gæti ekki verið meira sama um aðstæður þjóðar suður í Afríku. Körlum sem komu í kjölfar vel heppnaðar þróunarsamvinnu og ryksuguðu upp auðlindir í eigin þágu, höguðu sér eins og svívirðilegustu nýlenduherrar. Þróunarsamvinnunni var hætt vegna hrunsins sem varð einmitt vegna svona hegðunar. Ógeðslegt!“

„Kveikur kvöldsins er enn ein staðfesting þess hversu mikilvægt er að við eigum sjálfstætt Ríkisútvarp. Og engin furða þó að voldug öfl í landinu vilji það feigt,“ skrifar Jón Viðar Jónsson, leikhússgagnrýnandi.
„Namibískir dagar á Dalvík hljómar ekki alveg eins þjált og Fiskidagurinn mikli,“ skrifar tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson og slær á létta strengi, eins og hans er von og vísa.

Samherjamenn á leið í fangelsi?

Katrín Baldursdóttir skrifar:
„Það hlýtur að vera ljóst, ef Ísland er í raun réttarríki, að Samherjamenn eru á leið í fangelsi. Því í Hegningarlögum segir:“109. gr. [Hver sem gefur, lofar eða býður opinberum starfsmanni gjöf eða annan ávinning til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opinberum skyldum hans skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða sektum ef málsbætur eru fyrir hendi. Sömu refsingu skal sá sæta sem beinir slíku að erlendum opinberum starfsmanni eða starfsmanni opinberrar alþjóðastofnunar í því skyni að ná eða halda viðskiptum eða öðrum ótilhlýðilegum ávinningi í alþjóðaviðskiptum.] 1)“ Hér eru engar málsbætur fyrir hendi eins og kom svo vel fram í Kveik og hér hjá Stundinni. En svo vaknar spurningin hvort og þá hverjum Samherja menn hafa mútað hér eða munu múta hér landi svo þessi lög nái ekki yfir þá.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan
Fréttir
Í gær

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti
Fréttir
Í gær

„Örvænting“ í Rússlandi vegna hruns rúblunnar

„Örvænting“ í Rússlandi vegna hruns rúblunnar
Fréttir
Í gær

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“
Fréttir
Í gær

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd