Í stuttu máli sýnir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar fram á að Samherji hafi greitt embættismönnum og stjórnmálamönnum í Namibíu mörg hundruð milljónir króna í mútur til að komast yfir fiskveiðikvóta við strendur landsins.
Þetta eiga gögn sem Wikileaks hefur birt að sýna.
Samherji mun hafa veitt hestamakríl að verðmæti um 55 milljarða króna við strendur Namibíu.
Samherji er einnig vændur um að hafa komið tekjunum af þessum veiðum í skattaskjól.
„Þetta er bara glæpastarfsemi, þetta er bara skipulögð glæpastarfsemi. Þeir eru að græða á auðlindum landsins, taka allan pening út úr landi til þess að fjárfesta annarstaðar, þá í Evrópu eða Bandaríkjunum,” segir Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja sem sjálfur viðurkennir að hafa framið lögbrot í starfi hjá fyrirtækinu. Kom þetta fram í þættinum Kveikur.
Mútugreiðslur eru bannaðar bæði á Íslandi og í Namibíu. Viðurlög í Namibíu fyrir mútugreiðslur geta verið fimm ára fangelsi.
Málið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Namibíu og er einnig komið inn á borð héraðssaksóknara Reykjavíku.