fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Fjölmargir greina sig með alvarlega sjúkdóma á netinu: „Þetta er ekki bara einhver della“

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög algengt núorðið að fólk fari í sjálfsgreiningu á sviðum sálfræðinnar í stað þess að leita til sérfræðinga og hefur þetta verið sérstaklega algengt hjá transfólki. Þetta staðfestir Óttar Guðmundsson geðlæknir en undanfarin ár hafa sjálfsgreiningarpróf á netinu verið mikið í umræðunni sem og gagnleg áhrif þeirra.

Upplýsingavefurinn Pshychology Today birti hér um árið ítarlega úttekt á skaðsemi sjálfsgreininga, þar sem áhersla er lögð á villandi niðurstöður. Fólk einblínir á vanda sem er að öllum líkindum ekki til staðar. Hið öfuga tíðkast einnig, þar sem notendur þreyta sálfræðipróf á netinu og meta niðurstöður sem svo að enginn vandi sé til staðar þegar raunin er önnur. Óttar segir neikvæða pólinn vera sá að fólk getur orðið fullmeðvitað, jafnvel getið sér til um ályktanir eða upplifað meiri streitu.

Fólk kannski þorir ekki að taka lyfin sín vegna þess að listinn yfir aukaverkanir er svo langur og þvíumlíkt,“ segir Óttar. „Aftur á móti er vissulega af hinu góða að fólk sé orðið meira meðvitað um sjálft sig heldur en það var. Fólk vinnur heimavinnu sem það gerði ekki áður. Þetta á sérstaklega við um þessa transsjúklinga mína, þar eru allir að koma undirbúnir og búnir að lifa með netgreiningu í ákveðinn tíma áður en leitað er hjálpar í opinbera geiranum. Þá eru í raun allir löngu búnir að greina sig sjálfa áður en þeir koma til mín.

Heilmikil vinna á bakvið hvert ferli

Um 350 börn voru á biðlista hjá Þroska- og hegðunarstöðinni í sumar. Biðlistar sem slíkir hafa verið að lengjast frá árinu 2016. Óttar segir það miður að biðtími sé langur eftir ADHD-greiningu sérstaklega en fullyrðir að gild ástæða liggi þar að baki. „Slík greining er auðvitað flókin og umfangsmikil. Það liggur heilmikil vinna þar á bakvið,“ segir hann.

Óttar segir fólk vera miklu meðvitaðra í dag um sjúkdóma, greiningar og greiningarviðmið heldur en áður var, að jafnframt gildi hið sama um lyf og lyfjameðferðir, sem að sögn geðlæknisins sé allt internetinu að þakka.

Yfirleitt er einhver glóra í þessum prófum. Þetta er ekki bara einhver della. Það er fylgt ákveðinni línu. Ég hef ekkert illt um sjálfsgreiningarpróf að segja. Þetta er nauðsynleg viðbót og það er auðvitað jákvætt að fólk verði meðvitað um hina og þessa hluti um sig sjálft, innan marka vissulega,“ segir Óttar.

Teitur Guðmundsson, læknir.

Góðar og rangar upplýsingar

Á hverri mínútu eru hátt í sjötíu þúsund fyrirspurnir á Google um heilsu og andlega líðan, tugir þúsunda fyrirspurna á hverri mínútu á YouTube. Í útvarpsþættinum Í bítið á dögunum sagði Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar, að fólk sem leitar sér upplýsinga almennt um heilsufar eða jafnvel greiningar sé á hálum ís sé heimildarvinnan ekki vönduð.

„Þegar á við sjúkdóma er þetta efni sem við höfum áhyggjur af. Google er rosalega flott tæki og það er auðvelt að fá góðar upplýsingar en einnig rangar upplýsingar,“ segir Teitur og tekur fram að upplýsingar sem fólk leitar að á netinu séu líklegri til að gera sjálfu sér illt, þótt upplýsingavinna sjúklingsins sé yfirleitt af hinu jákvæða.

„Ég held að enginn læknir muni viðurkenna það að hann sé með minni þekkingu en sjúklingurinn almennt. Þetta er gríðarlega fjölþætt og já, ég viðurkenni það, það hefur komið fyrir að ég hafi hitt sjúkling sem veit meira en ég um ákveðna hluti. Þá þarf ég að skoða hvort þekkingin byggist á raunverulegum gögnum eða bara þvælu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands