fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Hildur, Tara og María hjóla í Kompás vegna feitra barna – Stöð 2 viðurkennir sök – „Vonandi sofið þið vel á nóttunni“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2019 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Björg Gunnarsdóttir, einn þáttastjórnenda í Kompás á Stöð 2, viðurkennir mistök við gerð fyrsta þáttar í nýrri seríu fréttaskýringaþáttarins. Margir þekktustu femínistar Íslands gagnrýna þáttinn harðlega fyrir villandi framsetningu á tölfræði yfir feit börn á Íslandi. Í þættinum birtist súlurit sem byrjaði í fjórum prósentum í stað núll prósentum, og því virtist fjölgun feitra barna vera meiri en ella.

Það var María Lilja Þrastardóttir sem hóf umræðuna innan Facebook-hópsins Fjölmiðlanördar. „Svona er hægt að plata fólk með myndrænni framsetningu á gögnum. Miðað við stærðina á súlunum lítur út fyrir að offita hafi tvöfaldast meðal stráka og þrefaldast meðal stelpna. Rýni fólk betur í grafið má sjá að skalinn er frá 4-7% og aukningin því sáralítil og á mörkum þess að kalla megi tölfræðilega marktæka. Þetta er frétt um ekkert,“ skrifar María Lilja og birtir skjáskotið sem má sjá hér fyrir neðan.

Fyrrnefnd Erla Björg svaraði Maríu Lilju og var fyrst gallhörð á því að það væri ekkert að þessu. „Tveggja prósentustiga hækkun á fimm árum meðal allra íslenskra barna á aldrinum 6-15 ára er gríðarleg fjölgun, Þetta eru hundruðir barna sem hafa greinst með sjúkdóminn offitu á örfáum árum, eins og læknar á Barnaspítalanum tala um það. Það er rétt að skalinn er 4-7% og er það ekki gert til að blekkja heldur til að súlurnar sjáist og tölfræðin komist til skila. Í þessari frétt þarf ekkert að ýkja og dramatísera. Tölurnar tala sínu máli og sérfræðingarnir leggja mat á það. Endilega horfðu á allan þáttinn. Fannst þér hann ekki fréttnæmur?,“ skrifar hún.

Þessu svarar María Lilja og segir: „Nei, ég sé ennþá ekki dramatíkina hér. Skv fréttinni eru 6% barna með það sem (sumir) læknar kalla sjúkdóminn offitu. Það er ekkert gríðarhlutfall. Hver er eiginlega fréttin?“ Við þetta bætist athugasemd frá Hildi Lilliendahl: „Það væri fallegt, ef það væri ekki svona ógeðslegt, hvað þú ert stolt af því að tala um „sjúkdóminn offitu“. Vonandi sofið þið vel á nóttunni, þið miklu boðberar sannleikans. Ég vona líka að þessir þættir fái þá athygli sem þeir eiga skilið, þ.e. frá virkum í athugasemdum sem er helsti markhópurinn.“

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir bætir við þetta og segir: „Þetta er ekkert marktækara en svo að um sé um eðlilegar sveiflur að ræða. Uppúr 2000 stóð tíðnin í stað og lækkaði sían og nú er hún að aukast aðeins. Ég sá því btw hvergi fagnað þegar tíðnin lækkaði en nú skal sko súpa hveljur!“ Jónas nokkur birtir svo myndina hér fyrir neðan sem sýna súluna ef hún byrjaði í núlli.

Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, svarar þessar gagnrýni og viðurkennir að betra væri að hafa núllpunkt. „Það er alveg fair point að framsetning á þessu tiltekna grafi í ítarlegri fréttaskýringu væri betra með núllpunkt. Það er reyndar alltaf gott að fá feedback um hluti sem mættu betur fara. Í þessu sem öðru. En ég trúi bara ekki að nokkur horfi á þennan þátt, standi upp frá tölvunni eða símanum og niðurstaðan sé að þetta sé frétt um ekkert. Allir viðmælendur í þættinum, sérfræðingar, læknar, fólk sem aðstoðar fólk sem glímir við vandann eru samkvæmt því þá væntanlega bara í ruglinu,“ segir Tumi.

Erla Björg skrifar svo nú rétt fyrir hádegi að súluritinu hafi verið breytt á vefnum en of seint sé að breyta því í sjónvarpsþættinum. „Við þökkum kærlega fyrir ábendingar um framsetningu á grafi. Grafinu hefur nú verið breytt og byrjar á núllpunkti. Grafið var gert upprunalega fyrir sjónvarp og svo birt á Vísi. Þar getur framsetning verið nákvæmari og því breyttum við grafinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands