fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Sorry seems to be the hardest word

Svarthöfði
Laugardaginn 2. nóvember 2019 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði sagði sig úr Þjóðkirkjunni fyrir löngu. Kærir sig ekki um svona flokka og drætti. Svarthöfði var í raun skráður í Þjóðkirkjuna í einhverju bríaríi og skráði sig rakleiðis út aftur um leið og hann rankaði við sér. Og mikið sem Svarthöfði er feginn.

Svarthöfða finnst með öllu óskiljanlegt að einhver sé eftir í þessari bévítis Þjóðkirkju. Kirkju sem kennir sig við alls kyns falleg orð, siði, venjur, boð og bönn en getur ekki einu sinni dröslast til að velja almennilegt fólk inn í þessa heilögu klíku.

Aftur og aftur er hulunni svipt af mannvonskunni sem fær frjáls um enni að leika innan gullsleginna dyra kirkjunnar. Menn misnota börn og eyðileggja líf. Menn ráðast á konur sem segja frá. Menn hrökkva í vörn, neita að svara og það sem er furðulegast af öllu – bara geta ekki fengið af sér að biðjast afsökunar fyrir hönd þessa samþykkta sértrúarsöfnuðar.

„Það hefur ekki komið sú beiðni, hugsun eða umræða sem hefur átt sér stað innan kirkjunnar,“ sagði biskup vor, Agnes M. Sigurðardóttir, í viðtali við RÚV í vikunni. Viðtalið var um enn eitt fórnarlamb þjóðkirkjuprests og hvort það ætti ekki rétt á miskabótum vegna ævilangs skaða. En nei, nei – það hefur bara ekkert komið til tals. Þetta fórnarlamb, sem þó hafði kjark til að segja frá, fá fund, mæta kvalara sínum, þarf bara að óska eftir þeim sjálft. En kirkjuklíkan hefur bara ekki einu sinni rætt það.

Svo er bara ekkert hægt að reka þessa presta. Þeir geta ekki hætt að vera prestar því það er „ekki hægt“ að taka vígsluna bara til baka. Nei, auðvitað, hvað var Svarthöfði að hugsa? Auðvitað er ekki bara hægt að svipta menn hempunni þegar þeir hafa svipt barn æskunni. Það væri náttúrulega algjörlega út í hött!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“