fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Fréttir

Harmleikur í Kópavogi: Karlmaður fannst látinn fyrir utan fjölbýlishús

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 28. október 2019 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður fannst látinn í Salahverfi í Kópavogi að morgni sunnudags. Þetta staðfesti Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við DV. Hann segir að líklega hafi verið um slys að ræða og að málið væri til rannsóknar.

Samkvæmt heimildum DV virðist maðurinn hafa fallið til jarðar eftir að hafa verið að klifra utan á fjölbýlishúsi í Salahverfi aðfaranótt sunnudags.

Talið er að enginn hafi komið að manninum fyrr en á sunnudagsmorgun en þá hafi maðurinn verið látinn. Heimildir DV herma að maðurinn hafi dvalið í íbúð á þriðju eða fjórðu hæð hússins og hann hafi ætlað að dvelja þar um helgina.

Líkt og áður kom fram staðfesti lögregla að rannsókn á málinu væri í gangi, en hún gat ekki tjáð sig frekar um málið, nema að öllum líkindum væri um slys að ræða. DV ræddi við íbúa í Salahverfi sem sagði að íbúum í nágrenninu væri brugðið vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Búa ekki á landinu og hafa ekki borgað fasteignagjöldin

Búa ekki á landinu og hafa ekki borgað fasteignagjöldin
Fréttir
Í gær

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jimmy Carter látinn

Jimmy Carter látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður-Kóreumenn stráfelldir í Úkraínustríðinu – Enginn skeytir um örlög þeirra

Norður-Kóreumenn stráfelldir í Úkraínustríðinu – Enginn skeytir um örlög þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Söngvar Satans aftur í bókabúðir í Indlandi eftir 36 ára bann

Söngvar Satans aftur í bókabúðir í Indlandi eftir 36 ára bann