fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
FréttirLeiðari

Ekki benda á mig

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 27. október 2019 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja kvikmyndin The Laundromat á Netflix er ekkert sérstaklega góð. Eiginlega hálfgerð vonbrigði. Ein af þessum myndum sem maður veit ekki hvort er að koma eða fara. Það jákvæða við að fá slíka mynd í dreifingu út um allan heim er að minna okkur á. Minna okkur á hvað gerðist fyrir alltof stuttu.

The Laundromat fjallar um þessi alræmdu Panama-skjöl, gagnalekann sem gerði allt vitlaust á vormánuðum árið 2016. Það er ekki lengra síðan. Þá voru bara nokkur ár síðan við kröfsuðum okkur upp úr bankahruninu og allri vitleysunni sem því fylgdi. Við vorum aðeins farin að treysta á nýjan leik. Treysta stjórnvöldum og bankakerfinu. Treysta að yfirvöld bæru hag almennra borgara fyrir brjósti.

Svo byrjuðu fréttir að birtast af Panama-skjölunum. Um moldríkt fólk víðs vegar um heiminn sem hafði komið peningum undan í skattaskjólum á Tortóla, Seychelles-eyjum og Panama til að mynda. Fyrst um sinn var þetta fjarskalangt í burtu. Það var skammgóður vermir. Allt í einu náði lekinn til Íslands. Og allt í einu áttum við enn eitt vafasama heimsmetið – met í að koma peningum undan í skattaskjól miðað við höfðatölu. Hvers vegna fjármálahöftin, sem sett voru á í kjölfar hrunsins og afnumin fyrir tveimur árum, náðu ekki yfir þessi vafasömu viðskipti hefur aldrei fyllilega verið svarað. Ekki enn þann dag í dag. Og við furðum okkur á af hverju Ísland er á gráum lista FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Það hefur ýmislegt verið reynt af núverandi stjórnvöldum og þingmönnum meirihlutans á þingi til að sannfæra okkur um að það sé ekkert tiltökumál að vera á þessum gráa lista. Það hafi verið lyft grettistaki í að forða okkur frá honum en að ríkisstjórnir fyrri ára hefðu átt að vera löngu búnar að því. Að við eigum þetta hreinlega ekki skilið, við séum svo frábær. Að ráðherrar á Norðurlöndunum séu ósammála FATF. Og svo mætti lengi telja.

Staðreyndin er að við erum á listanum. Alveg eins og það er staðreynd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, eins stærsta flokks á þingi, var í Panama-skjölunum. Fjármálaráðherrann okkar, Bjarni Benediktsson, var í skjölunum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar, var í skjölunum. Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, var í skjölunum. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, var í skjölunum. Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson, sem áttu þar til fyrir stuttu einn stærsta fjölmiðil landsins, voru í skjölunum. Svona gæti ég lengi haldið áfram.

Enginn veit neitt af hverju þetta var hægt. Hvernig var hægt að komast svona fimlega undan með peninga og fela þá á fjarlægum eyjum þegar hér voru í gildi fjármálahöft. Enginn ber ábyrgð og allir benda á næsta mann. Og nú erum við á gráum lista út af peningaþvætti og enginn skilur af hverju. Það er ekki skrýtið að The Laundromat sé frekar slöpp mynd. Því þessi atburðarás meikar bara ekkert sens.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Lögregla varar við fáguðu svindli – Þetta skaltu aldrei gera

Lögregla varar við fáguðu svindli – Þetta skaltu aldrei gera
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun
Fréttir
Í gær

Fyrirspyrjandinn í Vestmannaeyjum sagður hafa brotið gegn börnum – „Hann á ekkert gott skilið, þessi maður“

Fyrirspyrjandinn í Vestmannaeyjum sagður hafa brotið gegn börnum – „Hann á ekkert gott skilið, þessi maður“
Fréttir
Í gær

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Hinn látni millifærði milljónir á árásarmennina

Manndrápsmálið: Hinn látni millifærði milljónir á árásarmennina
Fréttir
Í gær

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag