fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ballarin ætlar að fylla vélarnar af fiski en ekki fólki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. október 2019 13:27

Michelle Roosevelt Edw­ards, stjórn­ar­formaður USA­erospace Associa­tes LLC. , wow air endurreist. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michelle Ballarin, endurstofnandi WOW air, er nú stödd hér á landi til skrafs og ráðagerða. Þetta kemur fram í frétt á RÚV en ekki er vitað hverja Ballarin hittir í dvöl sinni hér á landi. Ljóst er að áform WOW um að hefja flug milli Washington og Keflavíkur í október eru brostin. DV fjalla um málið í vikunni. Þar segir:

„Það eina sem ég get sagt á þessu stigi málsins er að við erum ekki að fara í loftið í október. Og að fenginni reynslu ætla ég bara að segja sem minnst um hvaða dagsetningar verið er að horfa til. Er bara ekki tilbúinn að tjá mig um það á þessu stigi máls,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður hins endurreista flugfélags WOW air.

Frá Dulles flugvelli bárust þau skilaboð til DV í gær að engin samskipti hefðu verið milli eigenda WOW og Dulles flugvallar síðan einn fundur var haldinn í ágúst. Því síður liggja þar fyrir samningar um flugvallarþjónustu við WOW eða skráðar flugferðir.

„Ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert tum samskipti þeirra þarna fyrir vestan við flugvöllinn. Hef bara ekki hugmynd um það,“ segir Gunnar Steinn.

Fiskur en ekki farþegar

Í frétt RÚV segir Gunnar Steinn að WOW stefni á að hefja starfsemi innan nokkurra vikna. Hins vegar verður áherslan í fyrstu á fraktflutninga en ekki farþegaflutninga. Ballarin ætli að fylla vélarnar af fiski og öðrum varningi en ekki farþegum. Óvíst er með öllu hvenær farþegaflutningar hefjast.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“