fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Ekkert bendir til að WOW 2.0 sé að taka flugið – „Ætla að mæla það í vikum en ekki mánuðum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. október 2019 15:00

Ein af vélum WOW á meðan fyrirtækið var og hét.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eina sem ég get sagt á þessu stigi málsins er að við erum ekki að fara í loftið í október. Og að fenginni reynslu ætla ég bara að segja sem minnst um hvaða dagsetningar verið er að horfa til. Er bara ekki tilbúinn að tjá mig um það á þessu stigi máls,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður hins endurreista flugfélags WOW air.

Frá Dulles flugvelli bárust þau skilaboð til DV í gær að engin samskipti hefðu verið milli eigenda WOW og Dulles flugvallar síðan einn fundur var haldinn í ágúst. Því síður liggja þar fyrir samningar um flugvallarþjónustu við WOW eða skráðar flugferðir.

„Ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert tum samskipti þeirra þarna fyrir vestan við flugvöllinn. Hef bara ekki hugmynd um það,“ segir Gunnar Steinn.

En er WOW 2.0 þá ekki að verða að veruleika?

„Jú, ég er sannfærður um það. Margt hefur tekið lengri tíma en við héldum og það er greinilega flóknara að endurreisa fallið flugfélag en við áttum von á. En ég ætla að mæla það frekar í vikum en mánuðum, þessa trú mína á því að við förum í loftið,“ segir Gunnar Steinn.

Hann staðfestir jafnframt að fyrstu flugferðir hins endurreista WOW air verði milli Washington og Reykjavík. En eins og fyrr segir þá bendir ekkert til þess að WOW sé að fara að fljúga til eða frá Washington og nákvæmlega engin þróun hefur verið í þeim hluta málsins frá því endurreisn WOW air var kynnt á blaðamannafundi í Reykjavík þann 6. september síðastliðinn. DV var á þeim fundi. Þar talaði Michele Roosevelt Edward fyrir spennandi framtíð hins endurreista flugfélags en hún er stjórnarformaður USAerospace Associates LLC sem hefur fest kaup á eignum hins fallna WOW air úr þrotabúinu. Þá þegar hafði verið samið um kaup á eignum úr þrotabúinu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka