Gísli Pálmi Sigurðsson, þekktur rappari, og vinkona hans, Ástrós Ósk Skaftadóttir, eru sökuð um innbrot í íbúðarhúsnæði í Árbæ í gærkvöld. Getið er um afbrotið í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun og þar segir:
22:41 Tilkynnt um innbrot í íbúð, hverfi 110. Sparkað upp hurð, farið inn og stolið verðmætum.
Kona sem tengist íbúum er urðu fyrir innbrotinu hefur birt myndir af parinu á Facebook og staðhæfir að þau hafi verið að verki. Í samtali við DV kom fram að dóttir konunnar dvelst á heimilinu þessa dagana og er kunnug Ástrós. Ástrós kom inn á heimilið nokkrum dögum áður en brotist var inn í húsið þegar heimilisfólk var í bíó. Meðal annars var stolið skóladóti, Breezer úr ísskápnum, lyfjum og ýmsum hlutum sem hafa tilfinningalegt gildi.
Að sögn konunnar er sími Gísla Pálma nú í vörslu lögreglunnar. DV tókst ekki að ná tali af Gísla Pálma eða Ástrós þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hins vegar tjáir Gísli Pálmi sig um málið í Facebook-færslu og segir:
„BÍDDU VÁÁ! má maður bara ekkert lengur.. hahaha hva er að frétta“
Facebook-færslan sem konan birti með mynd af skötuhjúnum, Ástrósu og Gísla Pálma, er eftirfarandi:
„Ég bið þá sem búa eða hafa verið gestkomandi eða þá bara við Vallarás 5 í kvöld um kl 22 og sáu þetta pakk brjótast inn í íbúð og hafa á brott með sér fullt af dóti…þar á meðal svarta skólatösku með brúnu hlébarðamunstri.
Stolið var skóladóti dottur minnar,tölvunni og snyrtidóti þeirra systra. Einnig var lyfjunum hennar Karitasar stolið og ýmsu úr ísskáp og stofuskáp. Vimsamlegast látið lögregluna í Reykjavík vita og mig líka!
Þetta fólk heitir Ástrós Ósk Skaftadóttir og Gísli Pálmi sem þykist vera rappari…eða einhverskonar tónlistarmaður.
Vinsamlegast deilið þessu kæru vinir!“