fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Helgi kaupir hlut 365 – Ólöf hætt og sameining framundan

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. október 2019 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Magnússon ásamt fleiri aðilum, hafa keypt helmings eignarhlut 365 miðla í Torgi, sem er útgáfufélag Fréttablaðsins. Fréttablaðið greinir frá. Hefur Ingibjörg Pálmadóttir fjárfestir því selt allan sinn hlut í Fréttablaðinu. Helgi hafði fyrr á árinu keypt helmingshlut í Torgi en sameina á rekstur Torgs og Hringbrautar, hvers sameining er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar.

Í fyrsta skipti í 16 ár á því hvorki Jón Ásgeir Jónsson, eða Ingibjörg Pálmadóttir, hlut í fjölmiðli.

Ólöf hættir

Ólöf Skaftadóttir, annar ritstjóri Fréttablaðsins, hefur látið af störfum, en hún sagði starfi sínu lausu í ágúst eftir sjö ára starf. Í hennar stað hefur verið ráðinn Jón Þórisson lögfræðingur, sem verður ritstjóri og ábyrgðarmaður Fréttablaðsins ásamt Davíð Stefánssyni, en Jón hefur störf í dag.

Framkvæmdastjóri Torgs, Jóhanna Helga Viðarsdóttir, verður nú forstjóri og útgefandi Torgs. Verður starfsemi Hringbrautar flutt á Hafnartorg þar sem ritstjórn Fréttablaðsins er til húsa.

Þá mun Guðmundur Örn Jóhannsson verða framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála og dagskrárgerðar hins sameinaða fyrirtækis og verður Sigmundur Ernir Rúnarsson  áfram sjónvarpsstjóri.

Þá segir Fréttablaðið einnig að eigendur Hringbrautar ætli að leggja fyrirtæki sitt inn í Torg og eignast hlutabréf í félaginu, en þeir eru Sigurður Arngrímsson og áðurnefndur Guðmundur Örn. Aðrir hluthafar verða Jón Þórisson og Helgi Magnússon sem verður stjórnarformaður Torgs ehf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“