fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Sjálfboðaliði og eigandi að Skrauthólum í hár saman: „Vond lykt inni í herberginu og seinna fann ég dauða mús undir rúminu mínu“

Auður Ösp
Mánudaginn 14. október 2019 08:00

Rudolfin segir farir sínar ekki sléttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólaunuðum starfsmönnum, hvort sem um er að ræða sjálfboðaliða eða starfsnema, hefur fjölgað mikið í atvinnulífinu undanfarin misseri.  Í gegnum heimasíðurnar Workaway og Helpx geta atvinnurekendur auglýst eftir sjálfboðaliðum í ýmis störf og nokkuð er um slíkar auglýsingar á Facebook. Oftar en ekki er um að ræða störf sem um gilda skýrir kjarasamningar en samkvæmt lögum eru sjálfboðaliðastörf einungis réttlætanleg þegar um er að ræða störf fyrir mannúðar- eða hjálparsamtök.

Árið 2016 var átakinu Einn réttur, ekkert svindl hrundið af stað af ASÍ, en tilgangurinn er að vinna gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi. Í sameiginlegri yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins kemur fram að það sé andstætt kjarasamningum og meginreglum á vinnumarkaði að sjálfboðaliðar gangi í störf launafólks í efnahagslegri starfsemi fyrirtækja. Bent er á að um þessi störf gildi ákvæði kjarasamninga. Launafólk hafi sinnt þessum störfum og þeim verði því ekki skipt út fyrir sjálfboðaliða. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að samningar við einstaklinga um lakari kjör en kjarasamningar kveða á um séu ógildir.

Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands samþykktu í september síðastliðnum áskorun til stjórnvalda um að grípa til aðgerða gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði og svokölluðum félagslegum undirboðum. Í ályktun segir að uppræta verði ólögleg sjálfboðaliðastörf auk mansals.Kallað er eftir því að eftirlit með vinnustöðum verði samræmt og þétt um land allt og það verði sektarskyldur, en í dag geta stéttarfélög einungis gert kröfu um afturvirkar launagreiðslur með dráttarvöxtum ef misbrestur verður á greiðslu launa.

140 auglýsingar á vef Workaway

Þrátt fyrir að ólöglegt sé að reka efnahagslega starfsemi með sjálfboðaliðum þá eru enn í dag fjölmörg dæmi um að atvinnurekendur hér á landi fari þá leið að fá til sín ólaunaða, og þar af réttindalausa, starfsmenn. Oftast er um að ræða erlend ungmenni í leit að ævintýrum og spennandi lífsreynslu. Á heimasíðu Workaway þann 8. október síðastliðinn var að finna rúmlega 140 auglýsingar frá aðilum hér á landi þar sem óskað er eftir sjálfboðaliðum í ýmis störf. Oftast er um að ræða störf í landbúnaði og ferðaþjónustu og þónokkuð er um að fjölskyldur óski eftir aðstoð við barnagæslu og heimilishald. Einstaklingum er þá lofað fríu fæði og húsnæði í skiptum fyrir vinnuframlag, og að sjálfsögðu tækifæri til að kynnast landi og þjóð.

Þráði að koma til Íslands

Slóvakinn Rudolfin Ukacko segir rekstraraðila Sólsetursins að Skrauthólum misnota vinnuafl með því að lokka útlendinga  í sjálfboðaliðastörf og bjóða þeim upp á bágar aðstæður. Rudolfin kemur frá smábænum Stará Ľubovňa í Norðaustur-Slóvakíu.

„Alveg frá því um síðustu aldamót hafði mig dreymt um að flytja alfarið til Íslands,“ segir hann í samtali við blaðamann DV. Rudolfin kveðst hafa séð auglýsingu frá Sólsetrinu í gegnum heimasíðu WorkAway, þar sem óskað var eftir fólki í sjálfboðavinnu gegn fríu fæði og húsnæði. Þetta var í apríl á síðasta ári.

Sólsetrið er staðsett að Skrauthólum á Kjalarnesi en á Facebook-síðu setursins er því lýst sem „miðstöð fyrir námskeið, athafnir, trommuhringi, andlegar vitrunarferðir, heilunarathafnir og ýmislegt fleira.“

„Ég hef áður starfað með ungmennum sem hafa glímt við geðklofa og einhverfu,“ segir Rudolfin og bætir við að þótt hann sé ekki menntaður heilbrigðisstarfsmaður þá hafi það alltaf verið hans ástríða að hjálpa öðrum, og þá í gegnum sjálfboðaliðastarf. Hann hafi til að mynda staðið að verkefni fyrir nokkrum árum þar sem einstaklingar með geðræn veikindi og einhverfu unnu meðferðarstarf í gegnum garðrækt.

 „Í maí byrjaði ég að vinna á Sólsetrinu sem sjálfboðaliði. Mér var sagt að ég myndi verða „hluti af fjölskyldu“ og að ég myndi fá mitt eigið herbergi. Það kom þó margoft fyrir að ég þurfti að fara úr herberginu á meðan athafnir fóru þar fram. Þannig að ég endaði á því að sofa hér og þar. Náinn vinur eigendanna sagði mér að gisting af þessu tagi væri 80 þúsund króna virði.“

Aðspurður um hvort hann hafi ekki verið meðvitaður um þá staðreynd að það væri áhætta að koma til landsins til að sinna sjálfboðavinnu, réttindalaus, viðurkennir Rudolfin að hann hafi verið auðtrúa. „Ég einfaldlega treysti þeim, ég treysti því að við værum að stuðla að jákvæðum breytingum og hjálpa öðrum.“

Vond lykt

Rudolfin segir að áður en hann flutti inn hafi hundur verið geymdur í herberginu og fengið að gera þar þarfir sínar. „Það var vond lykt inni í herberginu og seinna fann ég dauða mús undir rúminu mínu.“

Rudolfin segist vera ýmsu vanur og því hafi hann látið sig hafa þessar aðstæður fyrst um sinn. Honum hafi stöðugt verið lofað að aðstæðurnar myndu verða betri með tímanum. Eftir að hafa starfað sem sjálfboðaliði í sex mánuði samdi hann við eigandann um að taka að sér launað starf á staðnum. Ég þarf að greiða meðlag og þess vegna gat ég ekki unnið sem sjálfboðaliði lengur.“

Rudolfin segist hafa skrifað undir samning í nóvember síðastliðnum og samþykkt að fá greidd lágmarkslaun fyrir vinnu sína á Sólsetrinu, enda hafi vinnuveitendurnir lofað honum betri kjörum seinna meir, auk þess sem frítt fæði var innifalið. Hann hafi þá sótt um kennitölu og íslenskan bankareikning. Hann segist jafnframt hafa hlaupið undir bagga þegar illa hafi staðið á og boðið vinnuveitendum sínum afnot af kreditkorti sínu svo hægt væri að greiða fyrir brýnustu nauðsynjar. „Þar af leiðandi hurfu allir peningarnir mínir og seinna meir hættu þau alveg að borga. Við fengum tímabundin verkefni nokkrum sinnum en tekjurnar nægðu ekki fyrir mannsæmandi lífi.“

Skjáskot af heimasíðu Sólsetursins

Rudolfin segist aðeins hafa fengið greidd laun þrisvar sinnum á meðan hann bjó og starfaði á Sólsetrinu. Hann hafi engu að síður skilað inn meira en 300 klukkustundum í vinnu á mánuði. Það hafi hann gert vegna þess að hann hafi staðið í þeirri trú að hann væri að taka þátt í hugsjónastarfi. Hann segir vinnuframlag sitt meðal annars hafa verið fólgið í því að sinna skjólstæðingum sem leituðu á Sólsetrið, en hann segir marga þeirra hafa glímt við geðræn og andleg veikindi.

„Ég stóð í þeirri trú að við værum að byggja upp samfélag sem myndi styðja við bakið á þeim sem minna mega sín,“ segir hann og bætir við að samningurinn sem hann hafi skrifað undir á sínum tíma hafi seinna horfið úr herberginu hans. Rudolfin segist hafa orðið veikur í eitt skipti og beðið um frí í nokkra daga. Tveimur dögum síðar hafi eigandinn fengið hann með sér í ferð vestur á land þar sem hann þurfti aðstoð við verkefni.

„Þegar við komum til baka endaði ég á bráðamóttöku og þurfti á sýklalyfjum að halda. Engu að síður báðu þau mig um að vinna. Ég entist í sex daga,“ segir Rudolfin. Hann segir að á þessum tímapunkti hafi hann verið búinn að fá nóg og ekki lengur haft ástríðu fyrir verkefninu. „Við gerðum þá með okkur samning um að ég mætti fara í lok október.“ Rudolfin segir að þremur dögum seinna hafi starfsmaður komið inn í herbergið hans að nóttu til og tilkynnt honum að hann þyrfti að vera farinn morguninn eftir, þar sem eigandinn kærði sig ekki um að hafa hann lengur.

Gæti þurft að yfirgefa Ísland

Hann segir augljóst að brotið hafi verið á réttindum sínum og furðar hann sig jafnframt á því að það geti gerst á stað þar sem lögð er áhersla á mannrækt. Rudolfin fullyrðir að brotið hafi verið á fleiri sjálfboðaliðum á Sólsetrinu og segist hafa horft upp á fólk yfirgefa staðinn fyrirvaralaust eða brotna saman og gráta þar sem að það hafi ekki haft neinn annan stað til að fara á. Rudolfin segist óviss hvað muni taka við næst. Hann eigi kunningja hér á landi sem hafi lánað honum peninga og boðið honum tímabundið húsaskjól. Þá hafi aðrir boðist til að aðstoða hann við að finna vinnu og herbergi til leigu. „Sem betur fer er líka gott fólk þarna úti,“ segir Rudolfin en hann segir eiganda Sólsetursins einnig hafa boðist til að lána honum peninga, sem sé furðulegt í ljósi aðstæðna. „Ég tók því sem kaldhæðnislegum brandara.“

Rudolfin segist hafa verið í sambandi við ræðismann Slóveníu hér á landi. Hann gæti þurft að yfirgefa landið. Auk þess hefur hann haft samband við stéttarfélag og lagt inn tilkynningu hjá lögreglu. Hann segist jafnframt hafa tilkynnt stjórnendum Workaway síðunnar um málið. Auglýsing Sólsetursins hefur nú verið fjarlægð af síðunni.

Skjáskot af heimasíðu Workaway.info

„Ég á fangelsisdóm yfir höfði mér í heimalandinu mínu þar sem ég hef ekki getað greitt meðlög. Það veldur mér miklum áhyggjum.“

Vísar ásökunum alfarið á bug

Linda Mjöll Stefánsdóttir er eigandi Sólsetursins. Hún hefur allt aðra sögu að segja af samskiptum sínum við Rudolfin, eins og fram kemur í samtali hennar við blaðamann DV.

„Hann byrjar að vinna hjá okkur sem sjálfboðliði en hættir því síðan mjög fljótlega og gerist fjölskyldumeðlimur. Hann sagðist vilja vera hjá okkur og vinna á Íslandi. Við buðum honum að vera hjá okkur, að kostnaðarlausu. Það var allt í jafnvægi, eins og maður myndi gera á mannlegan máta.  Síðan lengist sá tími sem hann vill vera á Íslandi og við vildum mæta hans draumum. Hann var hluti af fjölskyldunni okkar. Hann kaus að vera hérna. Hann var hjá okkur í mat, hann var að vinna hjá okkur, við vorum fjölskylda. Við elskum þennan mann. Við viljum gera vel við fólk og við vildum gera vel við hann.“

Hún segir Rudolfin hafa verið eins og einn af fjölskyldunni. „Og miklu meira, því hann vill vera hér. Honum leið vel. Hann bjó hérna mikið lengur en flestir. Flestir sjálfboðaliðarnir eru hérna í nokkrar vikur eða nokkra mánuði. Hann er hérna inni á yndislegu heimili, eru það slæmar aðstæður?“

Linda segir að enginn samningur hafi verið gerður við Rudolfin.

„Við erum ekki í neinum samningi við hann. Við fórum með honum að ná í kennitölu. Annars hefði hann þurft að fara af landinu. Við áttum ekki peninga til að borga honum laun. Þess vegna erum við svo þakklát fyrir að hann skuli hafa stutt við uppbygginguna. Hann fékk reikning til að setja inn á eins mikið og þarf, til að geta borgað syni sínum. Alltaf fengum við hans hjartans samþykki, af því að hann vissi okkar stöðu.

Hann er að eitra alls staðar út af sínum persónulegu tilfinningum. Það væri allsvakalegt ef það væri eitthvað sem væri tekið mark á. Hann er bara að sjá rautt, eins og allir sem eru í sárauka og eiga í innra stríði. Hans hugarheimur er að skapa þessar aðstæður. Ég veit ekki hvort einhver í andlegu jafnvægi myndi haga sér svona. Hann er að reyna að eitra fyrir öðrum. Þetta eru vinir hans sem hann er að skaða.“

Aðspurð segir Linda að á meðan Sólsetrið sé í uppbyggingu sé treyst á vinnu sjálfboðaliða við hin ýmsu störf.

„Við erum fyrst og fremst að reka miðstöð sem sinnir andlegum málum og hlúa að fólki. Sjálfboðaliðarnir hafa hjálpað til á miðstöðinni, sem er lítið að þéna eins og er. Við rekum okkur á gistingunni en sjálfboðaliðarnir hjálpa til hérna á heimilinu. Partur af þessu samfélagi er að hafa hjá okkur fólk sem kemur hingað til að næra sig, sem elskar að vera héra undir fjallinu. Við erum að fá til okkar alþjóðlega sjálfboðaliða sem koma hingað til að vera með í öllu sem við erum að gera og til að vera partur af þessari sýn, að brúa yfir í aðra heima. Fólk er að koma hingað til að vera í þessari nánd. Það hefur alltaf gengið dásamlega.“

Aðspurð um hvort einhverjir sjálfboðaliðar hafi kvartað undan aðstæðum á Sólsetrinu svarar Linda því neitandi.

„Á Workaway er fólk að lofsyngja okkur. Þú getur talað við fóllkið allt í kring um hann, sem hefur verið með honum. Það segja allir sömu söguna.“

Linda bendir jafnframt á að hún hafi margoft spurt Rudolfin hvort hann hafi ekki viljað skoða aðra möguleika á Íslandi. „Ég sagði við hann: „En hvað vilt þú gera? Er kannski kominn tími á að þú skoðir eitthvað annað?“

„Viltu birta eitthvað sem er ekki rétt? Viltu skapa vandamál fyrir okkur sem erum að gera góða hluti?“ spyr Linda blaðamann.

„Þrátt fyrir allt þá héldum við áfram að hjálpa honum, og erum búin að redda honum húsnæði og vinnu og allt til að koma honum á fætur aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“