fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hildur: „Rekstaraðilar þurfa engu að kvíða“ – Verður Laugavegur gerður að varanlegri göngugötu?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. október 2019 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rekstraraðilar þurfa engu að kvíða. Mælingar sýna mikla jákvæðni íbúa gagnvart breytingunum – það gildir einu hvaða borgarhluti eða aldurshópur er skoðaður – alls staðar er jákvæðnin í fyrirrúmi,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í grein í Fréttablaðinu í dag.

Þar skrifar Hildur um skipulagsmál í borginni en eins og kunnugt er stendur til að hluti Laugavegar verði gerður að varanlegri göngugötu. Tekist var á um þetta á fundi borgarstjórnar í gær og var samþykkt að senda deiliskipulagið í auglýsingu.

Rekstraraðilar andvígir, íbúar fylgjandi

„Varanlegar göngugötur eru fyrirhugaðar í miðborg Reykjavíkur. Ágreiningur um fyrirkomulagið hefur staðið yfir um áratugaskeið. Rekstraraðilar hafa verið andvígir göngugötum, en íbúar fylgjandi,“ segir Hildur í grein sinni og bendir á að hefðbundin verslun hafi átt undir högg að sækja hérlendis og erlendis. Reynslan sýni að hefðbundin verslun verði að bjóða jákvæða og nýstárlega upplifun ætli hún að halda velli.

Hildur bendir svo á dæmi úr erlendum borgum sem sýna ágæti þess að gera fjölfarnar götur að gögugötum.

„Fjöldi evrópskra borga hefur skipulagt verslunargötur sem taka mið af gangandi umferð. Upplifunin hefur verið jákvæð fyrir neytandann og mætt nýjum áskorunum í verslun. Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Helsinki og Ósló eru nærtæk dæmi. Áform um göngugötur í borgunum mættu andstöðu í upphafi. Reynslan sýndi þó að mannlíf batnaði, verslun jókst og ánægja óx,“ segir Hildur og nefnir Barcelona einnig máli sínu til stuðnings. París, Madríd og London hafi einnig þróað bíllausar verslunargötur og þannig hafi borgarstjóri London kynnt áform um 800 metra bíllausan kafla á Oxford-stræti, helstu verslunargötu Lundúna.

Hildur segir að jafnvel megi spá fyrir um fjölgun heimsókna í miðborgina eftir breytingar. „Í síbreytilegu markaðsumhverfi ræður viðskiptavinurinn að lokum örlögum verslunar. Tölurnar sýna glöggt með hvaða hætti borgarbúar vilja þróa miðborgina – í átt að iðandi mannlífi og lifandi miðborg.“

Dagur hrósar Hildi

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hrósaði Hildi fyrir afstöðu sína í pistli sem hann skrifaði á Facebook í morgun.

„Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn klofnaði enn og aftur í atkvæðagreiðslu um lykilmáli í gærkvöldi – að þessu sinni um það að auglýsa deiliskipulag fyrir Laugaveg – göngugötu. Allur flokkurinn – líkt og þorri borgarstjórnar studdi það fyrir ári að hefja undirbúning þessarar breytingar en Eyþór Arnalds skipti á dögunum um skoðun í afgreiðslu skipulagsráðs á útfærðri tillögu. Vísaði Eyþór til þess að fram hefði komið andstaða við áformin. Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, hinir tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, studdu málið hins vegar með sérstakri bókun. Katrín var fjarverandi í gær en Hildur hélt sínu striki og bókaði afstöðu sína. Það er ólíkt meiri reisn yfir því að halda sinu striki en að sveiflast eftir því sem vindar blás,“ sagði Dagur meðal annars.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund