fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Rán í Grafarholti: Skildu manninn eftir slasaðan á vettvangi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. október 2019 08:15

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í ári tveggja manna og einnar konu um kvöldmatarleytið í gær. Fólkið er grunað um rán, þjófnað, nytjastuld bifreiðar, akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og eignaspjöll.

Í skeyti frá lögreglu kemur fram að fólkið sé grunað um að hafa rænt bifreið af manni. Ráðist var á hann, farsími hans tekinn og hann svo skilinn eftir slasaður á vettvangi. Bifreiðinni var meðal annars ekið yfir umferðareyjur, gegn rauðu ljósi, utan í aðra bifreið, á göngustígum þar sem börn voru nærri og í gegnum garð við íbúðarhús. Fólkið var handtekið og vistað í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Fleiri mál komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um konu sem hafði orðið viðskila við hóp af fólki á sæþotum sem voru á ferð frá Akranesi til Reykjavíkur. Farartæki konunnar hafði misst afl og kom hún um það bil klukkustund síðar að landi.  Konan var orðin köld en annars í lagi.

Á öðrum tímanum í nótt var bifreið stöðvuð á Kringlumýrarbraut. Ökumaðurinn gaf upp rangt nafn og er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum  fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.  Farþegi í bifreiðinni er grunaður um hilmingu en farþegi og ökumaður víxluðu nöfnum við afskipti lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bjargað eftir nokkurra daga svaðilför í Loðmundarfirði – Myndir og myndband

Bjargað eftir nokkurra daga svaðilför í Loðmundarfirði – Myndir og myndband
Fréttir
Í gær

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð
Fréttir
Í gær

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”