Sjálfsafgreiðslukössum fer fjölgandi í verslunum hér á landi. Slíkir kassar eru í 7 af 23 verslunum Krónunnar. Á næstu 18 mánuðum er stefnt að því að slíkir kassar verði í öllum verslunum Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega helmingur viðskiptavina fyrirtækisins kýs að nota slíka kassa í minni verslunum þess.
Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þórarni Ævarssyni, framkvæmdastjóra IKEA, að hann telji að hefðbundnir afgreiðslukassar muni hverfa meira og minna á næstu árum og sé það góð þróun.
Í 5 af 33 verslunum Bónuss eru sjálfsafgreiðslukassar og er stefnt á að tvöfalda þann fjölda á þessu ári.