Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, að tilboðið falli auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað verður til verkfalla enda beri samfélagið allt kostnað af þeirri aðgerð.
SA fundar í dag með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness en þetta er annar fundur deiluaðila en þeir funduðu fyrst á milli jóla og nýárs.
Fréttablaðið hefur eftir Halldóri að krafa um afturvirkni sé ekki ný af nálinni og geti verið skynsamlegir ef samið verður á skynsamlegum nótum. Hann segir að krafan um afturvirkni byggi á norrænni fyrirmynd þar sem stéttarfélög telji eitt meginhlutverk sitt að gera kjarasamninga sem raska ekki samkeppnisstöðu meginatvinnugreinanna.