fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fréttir

Myndband: Keyrði á ofsahraða utan í bíl í Ártúnsbrekku – Lögreglan leitar að bílstjóranum

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 11:25

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan leitar nú að ökumanni Benz -bifreiðar sem keyrði utan í bíl í Ártúnsbrekkunni og stakk af. Atvikið átti sér stað um hádegisbilið á sunnudaginn og náðist á myndband.

Tómas Rögnvaldsson, sem var í bílnum sem var keyrt á, segir í samtali við DV að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í ofsaakstri. Mikil mildi er að ekki hafi orðið slys á fólki. Tómas segir bílinn sé óökuhæfur:

„Hann er óökuhæfur. Hægra framhornið er beyglað, svo er brotið ljós.“

Tómas hafði strax samband við lögreglu:

„Það var tekin skýrsla á sunnudaginn strax eftir slysið, þeir eru nú að skoða þetta.“

Tómas birti myndbandið á samfélagsmiðlum. Í lok myndbandsins sést Benz-bifreiðin aka í burt með tjón á hægra afturhorni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn