fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Peningafalsarar sitja ekki auðum höndum hér á landi – Reyna að koma seðlum í umferð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í verslunum Bónuss og Krónunnar eru sérstakir pennar við afgreiðslukassana til að hægt sé að kanna hvort peningaseðlar séu falsaðir. Pennunum er strokið eftir seðlunum og sýna hvort þeir eru falsaðir eður ei. Öðru hvoru finnur starfsfólkið falsaða seðla með þessari aðferð.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að svikamál komi í sífellu upp. Mikið sé um að stolið sé úr verslunum og falsaðir seðlar finnist með nokkurra vikna millibili.

Í verslunum Krónunnar hafa fyrrgreindir pennar verið við alla afgreiðslukassa í tæpt ár og segir Gréta þá vera ódýrt öryggistæki. Nokkrum sinnum hafi fólk verið stöðvað sem hafi ætlað að nota falsaða seðla. Þá hringi starfsmaður í vaktstjóra til að láta vita en yfirleitt láti sé sem framvísaði seðlunum sig þá hverfa að sögn Grétu. Hún sagði að einnig hafi saklaust fólk komið með seðla sem það hefur fengið til baka í öðrum verslunum.

Það eru aðallega 5.000 og 10.000 króna seðlarnir sem starfsfólkið athugar. Alltaf komast þó nokkrir seðlar í gegn og uppgötvast það þá í bankanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Í gær

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“