fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Margrét undrast skýrslu Innri endurskoðunar – Telur sig fullfæra að taka að sér fleiri verkefni fyrir borgina

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 7. janúar 2019 21:00

Margrét Leifsdóttir arkitekt. Samsett mynd/DV/Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Leifsdóttir arkitekt hjá Arkíbúllunni telur sig fullhæfa til þess að taka að sér fleiri verkefni fyrir Reykjavíkur. DV hefur fjallað ítarlega um Braggamálið svokallaða undanfarna mánuði, málið snýst um að búið er að eyða 425 milljónum króna af skattpeningum borgara Reykjavíkur í að byggja bragga undir veitingastað og félagsmiðstöð fyrir stúdenta Háskólans í Reykjavík. Málið hefur skapað fjaðrafok innan veggja Ráðhússins í Reykjavík og rétt fyrir jól kom úr svört skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur um málið. Þar kom meðal annars fram að Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, SEA, sem átti að heyra undir Stefán Eiríksson borgarritara, hafi í raun heyrt undir Dag B. Eggertsson borgarstjóra, hafi nánast verið stjórnlaus.

Margrét Leifsdóttir var verkefnisstjóri yfir Braggaverkefninu á Nauthólsvegi 100. Hún starfar hjá arkitektastofunni Arkibúllunni og er fyrrverandi starfsmaður Reykjavíkurborgar. Margrét kvittaði upp á reikninga fyrir hönd Reykjavíkurborgar og er því nafn hennar á flestum reikningunum sem Reykjavíkurborg greiddi verktökum fyrir vinnu við verkefnið. Hún var ekki aðalhönnuður verksins en sinnti einnig eftirliti fyrir hönd borgarinnar og sat vikulega fundi með fulltrúum borgarinnar þar sem kostnaðurinn lá fyrir hverju sinni.

Í skýrslu Innri endurskoðunar kemur fram að eftirliti með verkefninu hafi verið ábótavant og segir í skýrslunni að viðvera Margrétar hafi verið takmörkuð. Samt sem áður sendi Arkibúllan reikning fyrir alls 616 klukkutímum vegna vinnu við eftirlit. Af þeim fóru 114 í vettvangsferðir og fundi vegna framkvæmda við braggann. Margrét mætti í morgunútvarp RÚV á sínum tíma og sagðist hafa verið mikið á staðnum og að þessi tímaskráning hafi verið algjörlega rétt.

Sjá einnig: Margrét segir borgina alltaf hafa vitað af framúrkeyrslunni

Í samtali við DV segir Margrét að hún sé búin að kynna sér skýrsluna og að hún hafi verið afskaplega ítarleg. Það komi henni á óvart að Innri endurskoðun telji að eftirliti hafi verið ábótavant.

„Ég er búin að setja niður nokkrar athugasemdir við skýrsluna sem ég á eftir að senda á Innri endurskoðun. Ég skil ekki alveg þá athugasemd, það kemur mér mjög á óvart. Ég held að allir þeir sem stóðu að byggingunni, ég gæti ekki ímyndað mér það að neinn þeirra myndi halda því fram að ég hefði verið lítið á staðnum.“

Í skýrslunni kemur einnig fram að Margrét hafi brotið innkaupareglur borgarinnar þar sem hún sótti ítrekað eingöngu tilboð frá einum aðila. Margrét segir að það sé stór misskilningur í fréttaflutningi að hún hafi handvalið verktaka. Reikningar sem einn verktakanna skilaði inn sýna að verktakinn keypti verkfæri á kostnað Reykjavíkurborgar og samþykkti Margrét þá reikninga. Þegar hún var spurð hvort hún teldi eðlilegt að borgin greiddi fyrir verkfæri verktaka sagði Margrét: „Ég ætla alls ekki að fullyrða að það sé eitthvað óeðlilegt við það.“

Skýrslan sýnir að þú hafir verið að fara mjög illa með skattfé, þú varst ekki að fara eftir innkaupareglum borgarinnar og þú varst með takmarkaða viðveru á byggingarstað. Finnst þér ekki að þú eigir að bera einhverja ábyrgð á þessu máli?

„Ég er búin að læra mjög mikið á þessu máli.“

Þetta er líka búið að vera mjög dýr lexía sem hefur kostað skattgreiðendur tugi milljóna vegna brota þinna.

„Ég er að læra mjög mikið á þessu verkefni,“ segir hún hikandi.

Telur þú þig vera hæfa til að vinna að frekari verkefnum fyrir borgina?

„Já, reyndar geri ég það, algjörlega.“

Þó svo að skýrslan segi að þú hafir brotið innkaupareglur Reykjavíkurborgar ítrekað?

„Ég tel mig bara vera fullhæfa til þess, algjörlega. Ég ætla ekki einu sinni að fullyrða að ég hafi brotið reglur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Í gær

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag