fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íslensk börn upplifa mikið ofbeldi – Jafnvel meira en börn á hinum Norðurlöndunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 07:55

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk börn hafa jafn mikla og meiri reynslu í sumum tilvikum af ofbeldi en börn á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt íslenskri rannsókn höfðu 48% þátttakenda upplifað líkamlegt ofbeldi í æsku og 69% þátttakenda höfðu upplifað andlegt ofbeldi í æsku.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í yfirgripsmikilli samantekt Geirs Gunnlaugssonar, prófessors og fyrrum landlæknis, og Jónínu Einarsdóttur, mannfræðings.

Í samantektinni er bent á fyrrnefnda rannsókn. Í henni kemur einnig fram að þeir sem voru 30 ára eða eldri voru um tvisvar sinnum líklegri til að hafa upplifað líkamlegt ofbeldi í æsku en þeir sem yngri voru. Þeir sem voru 30 ára eða yngri voru þrisvar sinnum líklegri til að hafa upplifað andlegt ofbeldi í æsku.

Haft er eftir Geir að birtingamyndir ofbeldis séu að breytast en það sé ekki endilega að aukast. Nú sé minna um líkamlegt ofbeldi á borð við flengingar og kinnhesta. Yngsta fólkið sem rætt var við hafi frekar nefnt reynslu sína af andlegu ofbeldi en líkamlegu. Þar sé meðal annars um höfnun, mismunun og þess háttar að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu