Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í yfirgripsmikilli samantekt Geirs Gunnlaugssonar, prófessors og fyrrum landlæknis, og Jónínu Einarsdóttur, mannfræðings.
Í samantektinni er bent á fyrrnefnda rannsókn. Í henni kemur einnig fram að þeir sem voru 30 ára eða eldri voru um tvisvar sinnum líklegri til að hafa upplifað líkamlegt ofbeldi í æsku en þeir sem yngri voru. Þeir sem voru 30 ára eða yngri voru þrisvar sinnum líklegri til að hafa upplifað andlegt ofbeldi í æsku.
Haft er eftir Geir að birtingamyndir ofbeldis séu að breytast en það sé ekki endilega að aukast. Nú sé minna um líkamlegt ofbeldi á borð við flengingar og kinnhesta. Yngsta fólkið sem rætt var við hafi frekar nefnt reynslu sína af andlegu ofbeldi en líkamlegu. Þar sé meðal annars um höfnun, mismunun og þess háttar að ræða.