Nokkur fyrirtæki og stofnanir nota Greenland Connect strenginn en verða nú að nota varaleiðir um Evrópu. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Strengurinn bilaði 27. desember en bilunin er 624 kílómetra suður af Nuuk. Ekki er vitað hvað veldur biluninni en hún varð ekki vegna fiskveiða eins og algengt er.
Erfitt hefur reynst að fá viðgerðarskip og líklegast verður ekki hægt að gera við strenginn fyrr en í apríl í fyrsta lagi.