fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Twitter logar: Gæti unnið í 38 ár á leikskóla fyrir peninginn sem fer í pálmatrén

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að fréttir þess efnis að Reykjavíkurborg hygðist eyða 140 milljónum króna í tvö pálmatré hafi vakið mikla athygli í gærkvöldi. Trén verða gróðursett í nýju hverfi í Vogabyggð sem er austan við Sæbrautina.

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í samtali við RÚV í gærkvöldi að þetta yrði segull og kennileiti fyrir hverfið. Verða pálmatrén í upphituðum glerhjúp. Munu þessi tvö pálmatré kosta 140 milljónir króna, en ekki er tekið fram hver árlegur rekstrarkostnaður verður á glerhjúpunum sjálfum sem pálmatrén munu verða í.

Fréttamaður RÚV spurði Hjálmar Sveinsson hvað gera ætti með þá sem ekki kæra sig um að hafa pálmatré í bakgarðinum svaraði hann: „Þá ætti kannski viðkomandi að leita sér að íbúð þar sem að pálmatrén blasa ekki við.“

Meirihlutinn í borginni hefur átt undir högg að sækja undanfarna mánuði vegna Braggamálsins svokallaða og þykir mörgum að verið sé að eyða peningum í óþarfa. Fjölmargir hafa tjáð sig um málið á Twitter og sitt sýnist hverjum, eins og sést hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“