fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Guðmundur krefst 60 milljóna í bætur vegna aðgerða lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 08:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur R. Guðlaugsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna atvinnumissis sem hann varð fyrir í kjölfar fjölda þvingunarráðstafana lögreglu gegn honum fyrir tæpum áratug. Þessar þvingunarráðstafanir beindust að ósekju gegn honum í tengslum við rannsókn á fíkniefnamisferli sonar hans. Guðmundur krefst tæplega 60 milljóna í skaðabætur.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Guðmundi voru dæmdar tvær milljónir í miskabætur 2017 vegna málsins. Miskabæturnar voru vegna þvingunarráðstafana sem beindust gegn honum vegna afbrota sem sonur hans var grunaður um. Í þessum þvingunarráðstöfunum fólst að sími Guðmundar var hleraður, húsleit var gerð heima hjá honum, í geymslu og bankahólfi hans án þess að lagaheimild væri fyrir því að því er Fréttablaðið segir. Hann fékk einnig bætur vegna sérstaklega vanvirðandi meðferðar er hann var látinn sæta gæsluvarðhaldi í rúmlega 10 sólarhringa á lögreglustöðinni við Hlemm.

„Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp.“

Hefur Fréttablaðið eftir Guðmundi.

Málið sem Guðmundur stefnir ríkinu nú fyrir varðar atvinnumissi hans í kjölfar aðgerða lögreglunnar. Fimm dögum eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldinu árið 2010 gerði vinnuveitandi hans starfslokasamning við hann en Guðmundur gegndi þá stjórnendastöðu hjá framleiðslufyrirtæki en hann er menntaður kjötiðnaðarmaður og rekstrarfræðingur.

Í vottorðum sálfræðings og sálfræðilæknis kemur fram að einkenni Guðmundar bendi til að hann þjáist af aðlögunarröskun sem megi rekja til gæsluvarðhaldsins. Í áliti yfirmatsmanna frá því í nóvember 2015 kemur fram að Guðmundur hafi þróað með sér áfallastreituröskun í kjölfar aðgerða lögreglunnar og að hann glími enn við hana. Sjúkrasaga hans bendi til að hann hafi verið viðkvæmur fyrir en eðli áfallsins og afleiðingar þess hafi skipt máli fyrir þróun á langvinnri áfallastreituröskun. Einnig kemur fram að þrátt fyrir að meðferð á Reykjalundi hafi skilað nokkrum árangri séu ekki líkur til að Guðmundur snúi aftur á almennan vinnumarkað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú