Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir Ásgeiri að það sé eftirsóknarvert fyrir ófaglærða útlendinga að fá störf hér á landi vegna launajafnaðar en launajöfnuðurinn fæli einnig menntað fólk frá landinu. Það leiti í betur launuð störf erlendis þar sem fólki með markaðsvæna menntun bjóðast hærri laun.
„Á Norðurlöndunum eru það fjölþjóðleg fyrirtæki sem bjóða bestu starfstækifærin. Slíkt skortir hérlendis að einhverju leyti.“
Er haft eftir Ásgeiri.