fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Prestar fengu rúmlega 620 milljónir greiddar vegna rekstrarkostnaðar embætta sinna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. janúar 2019 07:50

Prestar deila um aukagreiðslur. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prestar Þjóðkirkjunnar fengu tæplega 620 milljónir greiddar í rekstrarkostnað embætta sinna á árunum 2013-2017. Stærsti hluti upphæðarinnar, eða 317 milljónir, er bifreiðastyrkur. Þessar greiðslur bætast við laun presta sem voru ákvörðuð af kjararáði.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þar segir að þessar upplýsingar komi fram í svari Guðmundar Þórs Guðmundssonar, skjalastjóra Biskupsstofu, við fyrirspurn blaðsins.

Í lögum um embættiskostnað og aukaverk presta frá 1936 er kveðið á um að prestar og prófastar skuli frá greiddan rekstarkostnað embætta sinna samkvæmt reglum sem kirkjuþing setur en þær reglur voru setta 1999. Síðan hefur upphæðum hennar verið breytt nokkrum sinnum.

Samkvæmt þessum reglum er skrifstofukostnaður prestsembætanna á bilinu 252-294 þúsund á ári en upphæð þeirra byggist á fjölda íbúa í hverri sókn. Þá fá prestar greiddar 154 þúsund krónur í síma-, póst- og fatakostnað. Þá eiga þeir rétt að fá greiddan árlegan aksturs- og ferðakostnað. Upphæðin ræðst af landfræðilegri staðsetningu og víðfemi hverrar sóknar. Þessar greiðslur geta verið allt frá 250 þúsund krónum upp í 850 þúsund krónur.

Prestum er síðan heimilt að innheimta gjald fyrir aukverk á borð við skírnir, útfarir, fermingar og hjónavígslur og er gjaldskrá í gildi fyrir þessi aukaverk. Auk þess geta prestar innheimt ferðakostnað í tengslum við skírn eða hjónavígslu og miðast hann við akstursgjald ríkisstarfsmanna en það er nú 110 krónur fyrir hvern kílómetra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti