fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Handtekinn 11 ára og skrifar nú bók í helli – „Þekktur sem syngjandi pylsusalinn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 26. janúar 2019 22:00

Patrick

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar árið 2009 brutust út miklar óeirðir í kjölfarið á búsáhaldabyltingunni. Pauline McCarthy og ellefu ára sonur hennar Patrick voru á staðnum. Patrick lenti í miklum hasar og var handtekinn af lögreglu. Einnig varð hann fyrir táragasinu sem lögreglan beitti. Pauline ræddi við DV um þennan tíma og hvað drifið hefur á daga Patricks síðan þá.

Þetta er brot úr viðtali í Helgarblaði DV.

Handskrifar skáldsögu í helli á Kanaríeyjum

Patrick stefndi á að kaupa hús fyrir móður sína. Hann hefur einnig stefnt á að skrifa bók í mörg ár en aldrei fundið stað né stund til að hefja skrifin fyrr en nýlega. Eins og margir rithöfundar hér á landi ákvað Patrick að halda í víking og skrifa bókina erlendis. Á Kanaríeyjum uppgötvaði hann samfélag sem býr saman í helli.

„Þetta er svona hippasamfélag. Þú getur búið þar frítt, og borðað upp úr ruslagámum og allir vinna þarna kauplaust. Honum finnst best að það er ekkert rafmagn á svæðinu og þannig er ekkert að trufla hann við skrifin,“ segir Pauline. „Hann fór þangað með þáverandi kærustu sinni, síðasta vetur, og var þar í þrjá mánuði. Kærastan var að skrifa leikrit og hann var að handskrifa skáldsöguna sína. Einu sinni í viku fóru þau niður í bæinn, tengdust netinu og vélrituðu allar handrituðu blaðsíðurnar.“

Þá notar Patrick einnig tækifærið til að láta vita að hann sé heill á húfi.

„Því miður eru hann og þessi kærasta ekki lengur saman, en hann fór aftur núna og í þetta skiptið bara í mánuð. Svo þessa stundina er hann á Kanaríeyjum, býr í helli og er að skrifa bók.“

Syngjandi pylsusali opnaði heimilið

Hvað tekur svo við hjá Patrick?

„Hann langar að opna matarvagn þegar hann kemur heim og selja mat í miðbænum því hann vann áður fyrir Hressó og seldi pylsur út um glugga. Þegar honum leiddist fór hann bara að syngja og söng mjög hátt til dæmis lög eftir Queen og fleiri. Hann varð vel þekktur sem syngjandi pylsusalinn.“

Túristar voru að sögn Pauline iðnir við að taka myndbönd af þessum glaðlega syngjandi pylsusala en Patrick hefur gaman af að gleðja fólk.

„Á hverjum jólum opnum við heimili okkar fyrir þeim sem eiga engan að á jólunum. Síðustu jól komu tólf til okkar, árið þar á undan voru þau tuttugu og átta. Ein jólin, fyrir um fjórum árum, þá komu um átján manns. Flestir sem koma hafa aldrei hitt okkur. Sumir búa einir og eiga engan að, stundum eru þetta erlendir nemendur eða ellilífeyrisþegar eða þeir sem hafa misst fjölskyldur sínar. Þetta árið, eftir matinn, vorum við að kynnast öll, syngja og hafa gaman saman þegar einn gesturinn sagði skyndilega: „Hei, þetta er syngjandi pylsusalinn!“ Þá sagði ég: „Syngjandi pylsusalinn? Það myndi vera sonur minn“ og gesturinn trúði vart eigin augum. En heimurinn er lítill og allir elska Patrick, hann er frábær maður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello