Rúnar Ben Maitsland, eigandi Bón Hágæðabón við Viðarhöfða, birtir á Facebook-síðu sinni magnað myndband úr eftirlitsmyndavél sem sýnir síðustu mínútu eftirfarar lögreglu fyrir helgi. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en Rúnar segir að bílþjófurinn, sem var á rauðum Toyota Corolla, hafi verið gómaður skömmu síðar.
Lögregla sagði sína hlið af málinu á föstudaginn í stöðufærslu á Facebook. Þar kemur fram að það ekki síst verið fyrir árvekni almennings sem bílaþjófurinn var gripinn. „Stolna bifreiðin sem lögreglan lýsti eftir í gær er fundin, en svo var ekki síst árvekni borgara fyrir að þakka. Sá tilkynnti um bifreiðina í austurborginni, en ökumaður hennar var ekkert á þeim buxunum að stöðva för sín þegar lögreglumenn komu á vettvang og ók rakleiðis áfram,“ segir lögregla.
Lögregla elti manninn að sjálfsögðu. „Úr varð stutt eftirför uns bílþjófurinn nam staðar, en þá reyndi hann að komast undan á tveimur jafnfljótum og síðan að fela sig undir annarri bifreið skammt frá. Þar var maðurinn handtekinn og færður á lögreglustöð, en þess má geta að hann hafði þegar verið sviptur ökuleyfi,“ segir í stöðufærslu lögreglu.
https://www.facebook.com/runar.maitsland/videos/10217533917210028/