fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. janúar 2019 07:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela, segist sannfærður um að 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu og fleiri ferðamenn muni koma til landsins en nokkru sinni áður. Hann segir að hrakspár um samdrátt í ferðaþjónustu hafi ekki ræst, þvert á móti líti árið vel út.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir Þórði að bókunarstaðan sé að minnsta kosti jafn góð og í fyrra. Hann segir að verð á gistingu sé orðið „eðlilegra“ og mikil samkeppni sé á markaðnum en það kemur sér vel fyrir ferðamenn. Mikil aukning framboðs á þjónustu í miðborginni á undanförnum árum hafi styrkt Reykjavík sem áfangastað sem sé líklegt til að örva eftirspurnina.

Morgunblaðið hefur eftir Kristófer Oliverssyni, formanni fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, að hótelrekendur séu mjög uggandi vegna hugsanlegra verkfalla.

„Maður hugsar það ekki til enda ef skæruverkföllum verður beitt og reynt að loka fullbókuðum hótelum. Það er mikill ábyrgðarhluti. Því ef gestirnir ná að koma til landsins geta þeir aldrei komið að lokuðum hótelum … Það verður mikill skaði fyrir orðspor okkar og framtíðarafkomu í greininni ef allt fer á versta veg og endar í hörðum átökum.“

Er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“