fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 09:30

Helga Vala Helgadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrálátur orðrómur gengur manna á milli þessa dagana um Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar og formann Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Orðrómurinn segir hana leggja stund á búðahnupl og jafnframt á hún að hafa verið staðin að verki í Hagkaup á dögunum. Helga Vala tekur fram að um sögusagnir sé að ræða og nokkrar útgáfur til. Kveðst hún heyra orðróminn úr öllum áttum.

„Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko. Þetta byrjaði í Hagkaup, síðan fékk ég meldingu um að ég hefði verið í Bónus og svo núna í morgun heyrði ég að ég hefði verið í 10-11,“ sagði Helga Vala í samtali við blaðamann DV í gær.  

Helga segir að fengurinn af hnuplinu sé sagður vera sódavatnsflaska og heyrði hún fyrst af orðróminum þegar kollegi hennar hringdi í hana á sunnudaginn og bar hann undir hana. 

„Sagan er orðin mjög krassandi. Ég er sem sagt stelsjúk og fyrsta sagan sem ég heyrði var að lögfræðisvið Íslandsbanka væri að útbúa kæru til lögreglu fyrir Hagkaup. Ég fór nú bara að hlæja, mér fannst þetta bara fyndið. Síðan kom lögfræðingurinn upp í mér um hálfum sólarhring seinna og sagði : „Ha? Nei bíddu, þessi saga er ömurleg, lögfræðisvið Íslandsbanka er ekkert að útbúa kærur fyrir Hagkaup“.“

Helga Vala segir lán í óláni að hún sé sökuð um brot sem sé tiltölulega auðvelt að afsanna. Ætlaði hún að afla sér upplýsinga úr málaskrá lögreglu og yfirlýsingu frá Högum um að hún hafi aldrei verið tekin fyrir búðahnupl. Fékk Helga Vala slíka yfirlýsingu í gær. Verra hefði verið ef ásakanirnar hefðu verið þess eðlis að ekki væri hægt að afla sér sönnunargagna. 

„Það er í rauninni skárra að fá þetta á sig heldur en að ég hefði verið blindfull einhvers staðar að halda framhjá manninum mínum afþví maður getur eiginlega ekki varist þannig sögusögnum því maður hefur engar sannanir.“

„Í skilaboðum dagsins, í morgun, var sagt að þetta væri allt til á eftirlitsmyndavélum sem viðkomandi bæri búinn að sjá.“

Þó svo Helga Vala viti ekki hver hafi komið gróusögunni af stað grunar hana þó að tímasetningin sé engin tilviljun, en í gær var haldinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem þingmenn Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sökuðu Helgu Völu um pólitískt útspil. 

Eftir að hún fór að starfa við þingið hefur Helga Vala verið mjög meðvituð um að einstaklingsfrelsi hennar sé ekki jafn mikið og áður og gætir hún þess eftir besta kosti að stíga engin hliðarspor.

„Ég átta mig alveg á því í hvaða umhverfi ég er. Ég þori ekki einu sinni að leggja þar sem ég má ekki leggja. Ég gerði það stundum í lögmennskunni að leggja með hægra framhjólið uppi á gangstétt en ekki eftir að ég settist á þing. Ég átta mig alveg á því að við [þingmenn] erum ekki alveg frjáls.  Þannig ég reyni að vanda mig eins og ég get.“ 

Orðrómurinn hafi þó náð til margra eyrna og sagan undið upp á sig. Sagan segi að hún sé stelsjúk, henni hefur verið líkt við Winona Ryder og fleiri til. Helga Vala segir ekkert til í þessum ásökunum og hyggst hún, líkt og áður segir, afla gagna því til sönnunar til að kveða niður orðróminn í eitt skiptið fyrir öll. Segir hún að vinur hennar, Brynjar Níelsson, hafi heyrt af orðróminum og sagt: „Eftir úrskurð Kjararáðs þá myndi þetta ekkert gerast.“ 

Þó svo Helga Vala sé róleg yfir þessum orðrómi, hafi jafnvel upphaflega þótt hann fyndinn er öðru farið með aðstandendur hennar:

Helga Vala segir að skrímsladeildin sé skæð og víða en því miður sé það hluti af starfinu að þingmenn lendi í einu og öðru, eins og til dæmis kjaftasögum. 

Að lokum er viðeigandi að spyrja Helgu Völu að hinni stóru spurningu: „Drekkur þú sódavatn ?“

„Já ég drekk sódavatn, ég drekk meira að segja svolítið mikið af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum