fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Ragnar Þór um hugsanleg viðræðuslit: „Við verðum að gera eitthvað til að ýta þeim áfram“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 07:47

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til greina kemur að þau fjögur stéttarfélög sem hafa vísað deilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara slíti viðræðum við SA ef enginn árangur næst á næsta samningafundi.

„Það hljóta allir að gera sér grein fyrir því að ef ekkert þokast í viðræðunum þá verðum við að gera eitthvað til að ýta þeim áfram.“

Hefur Fréttablaðið eftir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, um stöðuna í viðræðunum. Hann segir lítinn tilgang að standa í viðræðum, sem hreyfast ekki áfram, á meðan launþegar tapi en hann segir launþega verða af þremur til fjórum milljörðum á mánuði miðað við kröfugerð verkalýðsfélaganna. Ef niðurstaðan eftir næsta fund verður sú að lítið hafi miðað í samkomulagsátt munu félögin skoða það alvarlega að slíta viðræðunum.

Fréttablaðið hefur eftir Ragnari að það liggi í hlutarins eðli að lagt verði upp með aðgerðaráætlun um hvernig sé hægt að þrýsta á að „kröfum um mannsæmandi lífskjör verði mætt“.

Aðspurður sagði Ragnar að ekkert hafi upp á sig að standa í viðræðum sem þokast ekkert áfram, það sé mikilvægt að koma hreyfingu á þær.

„Það eru engin átök í kortunum nema félagsmenn ákveði og samþykki að fara í slíkt. Það er ekki ákvörðun formanna eða samninganefnda. Við vinnum eftir kröfum sem félagsmenn samþykktu en enn sem komið er höfum við ekki fengið sýnileg viðbrögð. Það er til lítils að standa í einhverri störukeppni.“

Hefur Fréttablaðið eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áslaug Arna býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum

Áslaug Arna býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Jón segir að tæknin hafi bjargað sér – „Ætli erfiðast í þessu öllu hafi samt ekki verið skömmin?“

Jón segir að tæknin hafi bjargað sér – „Ætli erfiðast í þessu öllu hafi samt ekki verið skömmin?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“