fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Boðar róttækar aðgerðir til að fjölga kennaranemum og bæta starfsumhverfi kennara

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 07:00

Lilja D. Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, boðar róttækar aðgerðir til að bæta starfsumhverfi kennara og auka aðsókn í kennaranám. Hún ætlar að breyta námsfyrirkomulaginu þannig að kennaranemar fái laun þegar þeir sinna starfsnámi á fimmta ári. Einnig hyggst Lilja koma því svo fyrir að kennaranemar fái sértæka styrki frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN).

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Lilju að hugmyndin sé að til verði fjárhagslegur hvati úr LÍN í afmarkaðan tíma til að auka aðsókn í kennaranám. Hún segir að þetta þurfi ekki endilega að fela í sér mismunun gagnvart þeim sem stunda nám í öðrum greinum. Norðmenn notist við svipað fyrirkomulag og hafi það mælst vel fyrir.

Stefnir Lilja á að lagafrumvarp um þetta verði tilbúið í haust auk þess sem aðgerðahópur, sem hún skipaði nýlega, vinnur að því að bæta starfsumhverfið almennt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“