Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ársæli Má Arnarsyni, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, að augljóst sé að líðan unglinga hafi aldrei verið verri en núna og að þróunin sé ekki í rétta átt. Hann segir að ýmsar ástæður séu líklega fyrir þessu, þar á meðal streita í samfélaginu sem brjótist út sem kulnun, kvíði og þunglyndi hjá fullorðnum. Vanlíðan barna og ungmenna sé oft af sömu ástæðu en birtingarmyndin sé önnur.
Hann segir að ástæða sé til að gefa svefnmynstri barna og ungmenna gaum því svefn skipti miklu máli og hafi áhrif á ýmsa þætti sem valdi vanlíðan.