Fréttablaðið skýrir frá þessu. Ernir heldur uppi áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Húsavíkur, Bíldudals og Gjögurs. Fréttablaðið hefur eftir Herði Guðmundssyni, eiganda Ernis, að fyrirtækið skuldi um það bil eins árs þjónustugjöld eða 98 milljónir króna.
Hann sagði að skuldin hefði safnast upp sem fyrirtækið hefði átt erfitt með að greiða þar sem lítið svigrúm væri í flugrekstri þessa dagana.
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, vildi ekki staðfesta upphæð skuldarinnar við Fréttablaðið en sagði að um lokaúrræði hafi verið að ræða hjá Isavia.
Dornier vélin er stærsta vél Ernis hún tekur 32 farþega og var tekin í notkun í desember.