fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Flugvél flugfélagsins Ernis kyrrsett vegna milljónaskuldar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 07:55

Dornier vél Ernis hefur verið kyrrsett á Reykjavíkurflugvelli. Mynd:Flugfélagið Ernir/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuvél flugfélagsins Ernis á Reykjavíkuflugvelli. Þetta er gert vegna skuldar flugfélagsins á þjónustugjöldum. Vélin var kyrrsett í fyrradag. Ernir greiðir Isavia yfirflugsgjöld og leigu vegna aðstöðu í flugstöðvum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Ernir heldur uppi áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Húsavíkur, Bíldudals og Gjögurs. Fréttablaðið hefur eftir Herði Guðmundssyni, eiganda Ernis, að fyrirtækið skuldi um það bil eins árs þjónustugjöld eða 98 milljónir króna.

Hann sagði að skuldin hefði safnast upp sem fyrirtækið hefði átt erfitt með að greiða þar sem lítið svigrúm væri í flugrekstri þessa dagana.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, vildi ekki staðfesta upphæð skuldarinnar við Fréttablaðið en sagði að um lokaúrræði hafi verið að ræða hjá Isavia.

Dornier vélin er stærsta vél Ernis hún tekur 32 farþega og var tekin í notkun í desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund