DV hefur undanfarið fjallað ítarlega um dæmda, íslenska barnaníðinga og birt kort yfir búsetu þeirra. Í spurningu vikunnar er því velt upp hvort almenningi finnst þeir eiga rétt á þessum upplýsingum, en hér neðst í greininni geta lesendur DV tekið þátt í skoðanakönnun DV.
Sigurjón Vigfússon, stóriðjugreinir
„Já, sérstaklega barnafólk.“
Gulla Fjóla, bílstjóri
„Já, almenningur á fullan rétt á því.“
Maggi Garðars, afi
„Já, að sjálfsögðu! Í Bandaríkjunum eru þeir skráðir og með stimpil í ökuskírteini um að þeir séu níðingar og ef einhver níðingurinn flytur í hverfið þá fá allir vitneskju um það. Það er réttur okkar að fá að vita þetta.“
Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir, eigandi Reykjavík Warehouse
„Svarið mitt er eitt stórt JÁ.“
Hvað segja lesendur? Takið þátt í skoðanakönnuninni hér fyrir neðan.