Fjölmiðlafólk frá fjórum íslenskum fjölmiðlum þáði ókeypis flug til Vopnafjarðar í gær. Það var auðmaðurinn James Ratcliffe sem bauð fólkinu þangað til að vera viðstatt blaðamannafund um áætlanir hans á svæðinu.
Stundin greinir frá þessu. Tveir starfsmenn Fréttablaðsins fóru í ferðina. Það voru þau Aðalheiður Ámundadóttir blaðamaður og Ernir Eyjólfsson ljósmyndari. Frá Morgunblaðinu fóru Höskuldur Daði Magnússon blaðamaður og Haraldur Jónasson ljósmyndari.
Einn starfsmaður Bændablaðsins fór í boðferðina, Vilmundur Hansen blaðamaður. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður á Stöð 2 þáði einnig far í ferðina. Fréttamenn bæði frá RÚV og Austurfréttum voru viðstaddir en þáðu ekki flugfar austur á land. Stundin vekur athygli á því að þeim hafi ekki verið boðið á fundinn. Rétt er að taka fram DV var ekki heldur boðið í ferðina.