fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Fréttir

Margrét hefur fengið nóg af nasistanum Arnari – „Þú getur búið til Nasistaspjallið en ert ekki velkominn á Stjórnmálaspjallið“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. september 2019 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, stjórnandi Stjórnmálaspjallsins á Facebook, hefur löngum verið þekkt fyrir fremur íhaldssamar skoðanir en það er þó ljóst að hún er ekki nasisti. Í það minnsta á hún nú í deilum við yfirlýstan nasista, Arnar Styr Björnsson, og hefur hent honum úr Stjórnmálaspjallinu.

Arnar kvartar undan þessu í Facebook-hópnum Málfrelsið. „Hvernig er það með Stjórnmálaspjallið, ræður Magga Frikka þar lögum og lofum og hinir adminarnir eintómar mannleysur? Hún virðist getað bannað menn bara fyrir ekki neitt annað en að vera á annarri skoðun. Mjög óæskilegt að fullorðin manneskja með svo heftan andlegan þroska ráði yfir 10.000 manna Facebook hópi í 340.000 manna landi,“ skrifar Arnar en hann tók þátt í útifundi Norðurvígs á dögunum og deilir nasistaáróðri á Twitter.

Margrét svarar honum fullum hálsi og segist ekki vilja sjá nasista í sínum húsum. „Ég tel nasista og þá sem upphefja nasista vera með heftan andlegan þroska eiga verulega bágt og þurfa að leita sér aðstoðar eins og ég sagði við þig í dag þannig kemur úr hörðustu átt vinur, þú getur búið til Nasistaspjallið þitt í friði en ert ekki velkomin á Stjórnmálaspjallið, enda er nasismi úrelt og hatursfull hugmyndafræði sem að flestir fyrirlíta og tel ég ekki æskilegt að svoleiðis ógeðfelldar hugmyndir séu viðraðar á spjallinu sem ég stofnaði og fæla fólk frá, en hér á málfrelsinu eru engar reglur þannig þú getur án efa haldið þínum óboðlega málflutning áfram hér, gangi þér vel,“ skrifar Margrét.

Arnar Styr svarar til baka að eitt sinn hafi hann haft sömu skoðanir og hún. Hann hafi þó farið að skoða nasisma nánar. „Margrét, þú veist ekkert um mig og mínar skoðanir. Ég var lengi á sömu skoðun og þú. Með tímanum fór ég að skoða fleiri síður og bækur með opnum hug og sá að það er ansi margt sem hefur verið sagt ósatt, m.a. um nasista og þá hugmyndafræði. Ég átti erfitt með trúa að svo margt fólk gat aðhyllst einhvern brjálæðing sem ég hélt að Hitler væri. Ég las einnig mikið um siðaskiptin og Martein Lúther og andstæðingar hans notuðu sömu rök gegn honum, að hann væri brjálaður. En ef maður hugsar aðeins um það, þá skipuleggur brjálað fólk ekki hreyfingu, nýja kirkju, skrifar bækur og leiðir fólk. Það fúnkerar ekki í vinnu,“ skrifar Arnar Styr.

Hann bætir svo þetta að ef þetta á við um Martein Lúther þá geti það líka átt við um Adolf Hitler. „Ef það á við um Lúther, á það sama ekki við um Hitler? Svo ég fór að líta á það nýjum augum. Frá Lúther lærði ég að standa á sannleikanum og bakka ekki þó það muni kosta þig mikið, í hans tilfelli mögulega lífið, í mínu tilfelli félagslega og líklega atvinnulega. En hver væri ég ef ég gerði það ekki? Þegar aðrir hafa borgað með lífinu fyrir minna,“ skrifar Arnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Telja að þessi mynd frá Google Street View sé lykilsönnunargagn í morðmáli

Telja að þessi mynd frá Google Street View sé lykilsönnunargagn í morðmáli
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hatrammar nágrannaerjur um hávaxin tré á Digranesi fara fyrir Hæstarétt – Takast á um skuggavarp og náttúruunað

Hatrammar nágrannaerjur um hávaxin tré á Digranesi fara fyrir Hæstarétt – Takast á um skuggavarp og náttúruunað
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka

Ógnarástand á heimili: Misþyrmdi 13 ára dóttur sinni og pakkaði fötum hennar í poka
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verðlag á mat og drykk 40% hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu

Verðlag á mat og drykk 40% hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Afkastamiklir hnuplarar – Stálu fyrir 700 milljónir

Afkastamiklir hnuplarar – Stálu fyrir 700 milljónir
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pútín niðurlægður
Fréttir
Í gær

Framtíð Grindavíkur – fyrstu drög rammaskipulags kynnt

Framtíð Grindavíkur – fyrstu drög rammaskipulags kynnt
Fréttir
Í gær

Ólafur sendir neyðarkall: „Við erum með sím­ann í hend­inni all­an sól­ar­hring­inn vegna þess að við vit­um aldrei hvenær kallið kem­ur”

Ólafur sendir neyðarkall: „Við erum með sím­ann í hend­inni all­an sól­ar­hring­inn vegna þess að við vit­um aldrei hvenær kallið kem­ur”