fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Telja 1,3 milljarð ekki sanngjarnar bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli – „Þið eigið engan rétt á bótum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 20. september 2019 10:12

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður fer með málið fyrir hönd Guðjóns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að gefnu tilefni vill forsætisráðuneytið árétta að ríkislögmaður annast vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar,“ segir í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu vegna frétta dagsins um sýknukröfu ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn ríkinu vegna Geirfinnsmálsins.

Guðjón fer fram á 1,3 milljarða króna í bætur vegna málsins í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar. Bæturnar eru meðal annars vegna ólögmætrar frelsissviptingar og rangrar sakfellingar. Ríkið lagði fram greinargerð sína í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem krafist er sýknu af bótakröfu Guðjóns og sömuleiðis farið fram á að Guðjóni verði gert að greiða málskostnað. Lögmaður Guðjóns, Ragnar Aðalsteinsson, hefur gagnrýnt sýknukröfuna harðlega og segir hana hafa komið verulega á óvart.

„Ég hélt ekki að í þessu máli myndi ríkið ganga svo langt að krefjast sýknu og segja; Þið eigið engan rétt á bótum. Þetta var allt ykkur að kenna. Þið berið ábyrgð á þessu, segir Ragnar í samtali við Vísi.  Ragnar segir jafnframt að ríkið virðist komið í stríð við Hæstarétt.

Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem bent er á að ríkislögmaður, sem fer með vörn ríkisins í málinu, hafi forræði á kröfugerðinni og framsetningu hennar. Ríkið hafi ávallt stefnt að sáttum í kjölfar sýknudóms í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og hafi viðræður þess efnis átt sér stað en ekki borið árangur sem erfiði. “

Í tilkynningu segir: „Af hálfu stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar. Ríkisstjórnin mun halda áfram athugun á slíkri lausn, sem aðilar gætu verið sáttir við.“

Ekki tilgreinir forsætisráðuneytið nánar hvað talist getur til sanngjarna mála í máli sem þessu, en af kröfugerð Guðjóns Skarphéðinssonar er ljóst að 1,3 milljarðar teljist í augum ríkisins ekki sanngjarnar bætur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“