Óhætt er að segja að viðbrögð Íslendinga við tísti Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar séu nær öll af sama meiði. Hann er sagður hafa náð nýjum botni og sagt að halda kjafti. Hannes hefur í seinni tíð færst sífellt lengra í afneitun á hamfarahlýnun.
Greta Thunberg’s activities remind me of the ill-fated children’s crusade of 1212: mass frenzy. Children are not necessarily our wisest guides to the future.
— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) September 17, 2019
Í tístinu, sem er á ensku, líkir hann Gretu Thunberg við Barnakrossferðina. Hann segir aðgerðir hennar líkjast nútíma fjöldaæði. Hann segir enn fremur að börn séu ef til vill ekki best í að leiða þjóðir. Barnakrossferðin hófst árið 1212 og endaði með hörmungum en mörg þeirra voru síðar hneppt í þrældóm.
„Hún samanstóð af þúsundum barna sem ætluðu að heimta landið helga úr höndum múslima með kærleika í stað valdbeitingar. Hreyfingin endaði hörmulega, en trúarhitinn sem hún kveikti var meðal þess sem hrinti af stað fimmtu krossferðinni 1218,“ segir á Vísindavefnum.
Fjöldi fólks baunar á Hannes fyrir tístið. „Þarft þú ekki að fara að halda kjafti gamli,“ skrifar Elísabet nokkur. Finnbogi nokkur birtir einfaldlega myndir af sér með löngu töng á lofti. Donna nokkur segir Hannes heimskan og að hann hafi náð nýjum botni.
Sunna Ben segir hann sýna ömurlega vanvirðingu með þessu tísti sínu. „Það er ömurleg vanvirðing og rembingur þegar fólk afskrifar skoðanir og raddir barna sökum aldurs, eins og börn geti bara ekki vitað neitt. Greta Thunberg hefur tileinkað sig þessum málsstað 100% og veit ógeðslega mikið um það sem hún er að tala um – líklega talsvert meira en þú,“ skrifar Sunna.
Gott að þú þurftir að fara alla leið aftur til 1212 til að finna dæmi. Alveg sambærilegt sko https://t.co/4UZ6rnqGm6
— Inga? (@irg19) September 17, 2019
Spádómur:
Hannes á eftir að skipta beint úr "ekkert vandamál = ekkert þarf að gera" yfir í "of mikið vandamál = ekkert hægt að gera" algjörlega án áreynslu. https://t.co/fhvNkjpxgz
— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) September 17, 2019
mmmmmmm já að mótmæla aðgerðarleysi í loftlagsmálum og börn seld í þrældóm allt saman mjög sambærilegt https://t.co/Xq7XPc7Vlc
— ??Yeehaw Snáðinn ?? (@drekarekari) September 17, 2019
hot take dagsins frá Hannesi. back by popular demand ofc https://t.co/eaZ8jhJkzg
— María Hjarðar (@mariahjardar) September 17, 2019
— finnbogi xvx (@finnbogiorn) September 17, 2019
Éttu skít með hníf og gaffli, gamlingi.
— Gunnjón? (@Gunnnonni) September 17, 2019
Hvernig í ósköpunum er þetta sambærilegt?
— Geir Finnsson (@geirfinns) September 17, 2019
Það var barn sem benti á að keisarinn var nakinn. Bíð annars spenntur eftir þeim degi þegar gamlir miðaldra vitringar úr sama ranni og HHG benda á einhverjar rangfærslur sem komið hafa frá hinni ágætu Greta Thunberg. Hún vitnar jú bara í það sem vísindin segja. https://t.co/lBESEEHOnu
— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 17, 2019