fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Stórhættulegir hrekkir halda áfram – Jón Haukur reiður – Búið að fjarlægja allar skrúfur af afturdekkinu á hjóli sonar hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. september 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég trúði varla mínum eigin augum, að þetta væri að gerast aftur eftir fréttina um Þórunni og það sem kom fyrir son hennar. Ég varð ekkert smá reiður,“ segir Jón Haukur Baldvinsson, fjölskyldufaðir í Garðabænum en sonur hans varð fyrir stórhættulegum hrekki í gær þegar einhverjir losuðu um afturdekkið á reiðhjólinu hans. Fyrir skömmu lenti sonur leikkonunnar Þórunnar Lárusdóttur í samskonar atviki og tvíhandleggsbrotnaði. Jón Haukur hefur heimildir fyrir því að því miður séu þessir stórhættulegu hrekkir útbreiddir.

„Strákinn sakaði ekkert því hann tók sem betur fer eftir þessu nógu snemma. Hann var samt búinn að hjóla dálítinn spöl, strá Stjörnuvellinum í átt að Olís. Þeir hjá GÁP, þangað sem ég fór með hjólið í viðgerð, segja þetta vera allt of algengt.“

Jón hafði verið með syni sínum á Stjörnuvellinum í Garðabæ að fylgjast með úrslitaleik í 4. flokki í knattspyrnu. Töluverður mannfjöldi var að fylgjast með leiknum. Skemmdarverkið virðist hafa átt sér stað á meðan leiknum stóð því þeir urðu varir við það skömmu eftir að þeir lögðu af stað burtu frá vellinum.

„Hann er mjög heppinn að ekki fór fer. En þetta er sem sagt ennþá í gangi að krakkar eru að losa dekk af hjólum þrátt fyrir skelfilegt slys um daginn sem rataði í fréttirnar þegar  drengur varð fyrir því að mölbrotnaði á honum handleggurinn. Foreldrar þurfa að brýna fyrir krökkunum sínum að tékka alltaf á dekkjunum á hjólunum sínum áður en er lagt af stað því því miður eru þarna einhverjir brjálæðingar útí að stunda þessi skemmdarverk,“ segir Jón. Honum finnst mikilvægt að stíga fram og greina frá þessu svo fólk verði meðvitað um þessa hættulegu iðju:

„Já, mér finnst skipta miklu máli að þetta sé í umræðunni því að ég held að besta forvörnin sé að krakkarnir athugi alltaf dekkin á hjólunum sínum áður en er lagt af stað.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“